Hver tók ákvörðun um að fresta framkvæmdum við álver í Helguvík?

Eftir að hafa hlustað á Steingrím J. og Kristján Möller í Stapanum fyrir nokkrum dögum hélt maður að nú væri bjartara framundan. Maður fékk á tilfinninguna að ná væri stutt í að framkvæmdir við álverið í Helguvík færu á fulla ferð.Fyrsti þingmaður kjördæmisins Björgvin G. tók það skýrt fram að ekkert stæði í veginum að framkvæmdir færu nú á fullt.

Nú gefur Seðlabankinn það út að framkvæmdum í helguvík verði frestað til ársins 2012 og 2013. Varla gefur Seðlabankinn út slíka yfirlýsingu nema að höfðu samráði við Vinstri stjórnina.

Það var sem sagt ekkert að marka það jákvæða sem fram kom í tali Steingríms J. Kristjáns Möllers og Björgvins G. á fundinum hér á Suðurnesjum.

Fólk getur sem sagt ekkert treyst yfirlýsingum forystumanna Samfylkingar og Vinstri grænna. Eru menn svo eitthvað undrandi að mikill hiti sé í fólki á Suðurnesjum.


mbl.is Framkvæmdir við Helguvík frestast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband