Hvað varð um yfirlýsingar Jóns Gnarr um hin góðu áhrif kristinnar fræðslu?

Á sínum tíma vakti það þó nokkra athygli þegar Jón Gnarr gaf yfirlýsingar um trúmál og hvað kristin trú hefði gert honum gott.Eftir öll þau fallegu orð Jóns Gnarr hefðu nú flestir talið líklegt að hann myndi frekar vilja efla samstarf kirkjunnar og skóla heldur en leggja það niður.

Hvað gengur eiginlega vinstra liðinu í Reykjavík til með þessu háttalagi?

Hvað hefur eiginlega komið fyrir Margréti Sverrisdóttur. Margir höfðu heilmikið álit á þessari konu, sem stjórnmálamanni. Eftir að hún yfirgaf Sjálfstæðisflokkinn fór samt að fjara undan hjá henni. Allt fór í rugl hjá Frjálslyndaflokknum, enn versnaði ástandið eftir veruna í Íslandshreyfingunni og nú virðist Margrét algjörrlega breytt manneska eftir veruna með Samfylkingarfólkinu að maður tali nú ekki um áhrifin frá Besta flokknum.

Ótrúlegt að það skuli vera eitt helsta baráttumál Jóns Gnarrs og Dags að vilja útrýma öllu samstarfi við Þjóðkirkjuna.


mbl.is Trúmál ekki í enn einn stýrihópinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Birgir Hrafn Sigurðsson

Ætli hann hafi ekki séð af sér og áttað sig á því að þó svo að honum þyki hin kristna trú ágæt þá hafi hann ekki rétt á því að troða henni ofan í börn annara trúar.

Birgir Hrafn Sigurðsson, 3.11.2010 kl. 15:50

2 Smámynd: Hilmar Einarsson

Ef menn myndu nú staldra augnablik við og kynna sér hvernig þessum hlutum hefur verið háttað einmitt í þeim skólum þar sem mikill fjöldi nýbúabarna sem tilheyra fjölda annarra trúarbragða hefur verið. Þá kæmi kannski sannleikurinn í ljós hvað þetta "að troða henni ofan í börn annara trúar" stendur í raun og réttu fyrir.

Þeir sem hafa sandskotast mest í því að útrýma kristnum trúararfi og gildum eru nefnilega EKKI foreldrar barna af öðrum trúarbrögðum. Þeir hafa nefnilega upp til hópa tekið kirkjuheimsóknum og kynningu á kristni fagnandi.

Íslenskir trúarandstæðingar þykjast vera að berjast fyrir því að þeirra eigin börn fái að taka sjálf afstöðu til trúar. Hvernig í ósköpunum eiga þessi börn að taka slíka sjálfstæða afstöðu ef teim trúararfi sem íslensk þjóð byggir aðallega á skal markvisst haldið frá þessum einstaklingum og börnin markvisst alin upp í þeim rétttrúnaði trúleysinga að fegurð lífsins felist í því að traðka þennan trúararf í svaðið. 

Amen

Hilmar Einarsson, 3.11.2010 kl. 16:01

3 identicon

Ég vill taka undir með Birgi, sjálfur er ég ekki skráður í "þjóðkirkjuna" og er þar helst tvær ástæður fyrir því, sú fyrri er vegna þess hvernig kirkjan hefur hagað sér í gegnum tíð og tíma, NAUÐGANIR, HEILAÞVOTTUR, PENINGAPLOTT og svo mætti lengi telja.

Hin ástæðan er sú að eftir að hafa lesið biblíuna spjaldanna á milli tvisvar, í fyrra skiptið mér til upplýsingar hvað ég væri eiginlega að trúa á (missti mikið álit á kristinni trú þá og vill benda á að trúleysingjar vita oft meira en trúaðir um trú vegna þess að þeir hafa kynnt sér þær til að sjá hvar þeir eigi heima sbr. frétt á mbl.is fyrir stuttu síðan)

Í seinna skiptið las ég hana með raunsæjum augum og missti þá allt álit og, eins og áður kom fram, sagði mig úr kirkjunni.

Flest þau stríð sem hafa verið í gegnum aldirnar hafa verið af trúarlegum ástæðum. Ég veit að þið vitið nákvæmlega hvað ég er að tala um svo ég ætla ekkert að fara neitt nánar í það.

Ég vill samt taka fram að mín hugsun er ekki sú að allir eiga að vera trúlausir, heldur einungis að vita hvað þeir trúa á, það gerist ekki með heilaþvotti, eða þvingun trúar upp á fólk, heldur með fræðslu. Trúarbragðafræði í grunnskóla er snilld, og væri mun betri ef kristinfræði væri tekin þar undir því þar eru tekin fram öll aðalatriði hverrar trúar OG skoðaðar mótsagnir. En kristinfræði í grunnskóla er einungis til að pynta kristna trú.

Svo, eins og staðan er í dag, þá eru prestar og djáknar sem koma reglulega í skólana og "messa" yfir krökkunum og hreint út sagt skipa þeim fyrir að trúa á einhverja vissa trú. Það gefur auga leið að það gengur ekki.

Þess vegna tel ég að trú yfir höfuð (einnig kristin trú) ætti að vera raunsæilega kennd, ekki þvinguð, því þá geti nemendur tileinkað sér trú sem þeim finnst raunsæjust.

Ef þú ætlar að væla yfir Caps-lock-inu mínu í byrjun, þá vill ég fyrst benda á öll þau skipti sem nauðganir hafa komið upp (LÍKA Á ÍSLANDI) og reyndu ekki að þræta fyrir það, kirkjan hefur ekkert gert nema "hlustað" (lesist "fer inn um eitt og út um hitt") og þagað, og þannig eyðinlagt líf margra. Ég þekki nokkra (sem betur fer ekki marga) sem fóru að grenja þegar þau heyrðu af The Big Bang theory vegna þess að það braut í bága við þeirra trú, sem er "Að jörðin væri flöt og allur alheimurinn snýst um hana, þó svo að annað hafi verið sannað (miðaldir + nútími).

Og peningaplott, http://en.wikipedia.org/wiki/Sagrada_Fam%C3%ADlia tók reyndar 128 ár að byggja, en hvaðan koma helv. peningarnir?

Ef ég hef reytt einhverja, þá verða þeir að eiga það við sjálfa sig þar sem ég byggi ALLT sem ég segi á efni sem sýnt hefur verið fram á og fólk hefur upplifað.

Takk fyrir mig.

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:31

4 identicon

"En kristinfræði í grunnskóla er einungis til að pynta kristna trú." Átti reyndar að vera "En kristinfræði í grunnskóla er einungis til að fegra kristna trú og draga fram það besta úr trúnni."

Bjarni Rúnar Ingvarsson (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 16:34

5 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Sigurður mikið er ég sammála þér, það er eins og Jón hafi dottið á hausinn, fyrir mér þá er ekki að ræða það að breyta þessu vegna þess að það form sem hefur verið hefur reynst meirihluta heildarinnar vel...

Birgir Hrafn við þig langar mig að segja að það er nú meira foreldrið eða hitt þá heldur sem lætur aðra um að troða annarsskonar trú ofan í börnin sín en fyrir er á heimilinu... Það er foreldranna hlutverk að sjá um trúmál barna sinna þar til þau hafa aldur og þroska til að mynda sér sína skoðun, skólans er að fræða...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.11.2010 kl. 16:37

6 Smámynd: Bjarni Rúnar Ingvarsson

Já, Ingibjörg, ég ætla að taka mér það bessaleyfi að svara þér, þó svo að þú hafir ekki verið að beina svari þínu að mér.

Sumar fjölskyldur leggja mikið upp úr trú, á þeim heimilum munu foreldrarnir væntanlega taka sér það sæti að fræða börnin enn meira um þessa einu trú sem ríkjandi er á heimilinu. Sjálfsagt.

En á hinn boginn er ekki margar fjölskyldur sem leggja mikið upp úr trú lengur, kanski skiljanlegt miðað við hegðun "þjóðkirkjunnar" en ég ætla mér ekkert að svara því afhverju það er.

Svo kemurðu beint inn á þann punkt sem um ræðir, það er að skólinn á að fræða um trúarbrögð heimsins (þau helstu) og barnanna að mynda sínar eigin skoðanir. Börnin eru trúgjörn, og því þarf lítið að gera til að þau taki upp þá trú sem er hvað mest hömruð í þau. Í skólum landsins er einungis það fegursta dregið fram úr kristinni trú til að sem flestir haldist innan "þjóðkirkjunnar". Kennslan um hin trúarbrögðin hefur aukist, en er samt sem áður einungis kennd í 7-9 bekkjum grunnskóla. Kristinfræði hinsvegar er kennd frá 2-6 bekk. Svo ef ég legg þetta á borðið, kristinfræði er kennd á 5 árum yfir trúgjarnasta og saklausasta tímabil hvers manneskju og einungis tekið fram það fegursta í trúnni og heimsóknir presta og djákna reglulegur viðburður (eins og ég sagði áður, t.d. man ég ekki eftir því að hafa heyrt að því að boða ætti kristina trú um heim allan, þó svo það kostaði stríð (sem það hefur gert)). Svo er stiklað á því stærsta yfir hin algengustu trúarbrögðin í heiminum á þremur árum.

Ég spyr, hvernig á barn að geta myndað sér skoðun á því hvaða trú það barn vill fylgja (ef barnið velur sér trú á annað borð) meðan fyrirkomulagið er eins og það er í dag?

Ég sé það ekki, enda þurfti ég að fræða mig svo mikið sjálfur til að sjá að það sem mér var kennt var í raun bara það allra fegursta sem trúin hefur upp á að bjóða.

Enn og aftur,

Takk fyrir mig, farið vel með ykkur og lifið heil.

Bjarni Rúnar Ingvarsson, 3.11.2010 kl. 17:59

7 identicon

Við þurfum að taka okkur verulega á í tví að troða ekki á minnihlutahópum. Þetta er bara eitt atriði. Hvað mataræði í skólum þá þarf algjörlega taka allt út sem inniheldur svínaafurðir. Þetta er ekki bjóðandi í nýju þjóðfélagi.

Ismael (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 22:33

8 Smámynd: Jón Gunnar Bjarkan

Mér sýnist þetta fyrsta málið sem Borgarstjórn undir forystu Jón Gnarr sé að gera eitthvað af viti.

Jón Gunnar Bjarkan, 4.11.2010 kl. 01:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828274

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband