4.11.2010 | 09:41
Hvað verða margir eftir á Íslandi ef Jóhanna situr út kjörtímabilið?
Jóhanna Sigurðardóttir,formaður Samfylkingarinnar og forsætisráðherra hótar nú landsmönnum að ætla að sitja út kjörtímabilið. Þessí yfirlýsing Jóhönnu hlýtur að magna upp mótmælin sem fram eiga að fara í dag. Þeir eru örugglega ekki margir sem geta hugsað sér að Jóhanna stjórni landinu í rúm tvö ár til viðbótar.
Almenningur hefur séð að ekkert hefur gerst þau næstum tvö ár sem Jóhanna hefur sjórnað landinu.
Verði það staðreyndin að Jóhanna stjórni landinu út kjörtímabilið er spurning hvað verða margir eftir á Íslandi. Nú þegar hefur ansi stór hópur yfirgefið landið.
Nei, Jóhanna hefur fengið sitt tækifæri og það sjá það flestir að hennar tími er liðinn.
Jóhanna: sit út kjörtímabilið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hún mun sitja þar til ESB málið er í höfn enda er hún og Össur með Umsókn um aðild sem er án skilyrða. Það er hvergi tekið fram í umsókninni að það séu skilyrði en mikið að veganesti til að moða úr. http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf og lesið síðustu málsgreinina.
Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 10:02
Við látum það aldrei viðgangast að Jóhanna og hennar landráðahyski sitji stundinni lengur!
Sigurður Haraldsson, 4.11.2010 kl. 12:39
Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 13:41
Í tíð "vinstristjórnarinnar" hefur fátækt aukist til muna og kjör lítilmagnans hríð versnað, auk þess sem þessari stétt lítilmagnanum hefur fjölgað sem aldrei fyrr. Lítil börn róta nú í ruslinu í leit að mat og gamalmenni eru borin út á götu, og við erum orðin eina ríkið í okkar heimshluta sem neitar sumum ungmennum um skólagöngu, þó þau hafi náð öllum samræmduprófum, út af niðurskurði í menntakerfinu. Á sama tíma er hvergi skorið niður í yfirbyggingunni og milljörðunum sem hefði verið hægt að eyða í að laga mennta- og húsnæðismál og hjálpa bágstöddum öllum kastað á bálið í Brussel. Þetta hyski er ekki vinstrimenn. Ég er vinstrimaður. Vinstrimenn eru lýðræðislega hugsandi fólk sem sólundar ekki fé þjóðarinnar í einkahobbý sín, esb þruglið, meðan börnin róta í ruslatunnunum, heldur virðir jafnrétti manna og vilja fólksins og reynir að tryggja jöfn lífskjör allra. Þessi ríkisstjórn er aftur á móti tilbúin að brjóta lög og reglur í auðvaldsdýrkun sinni, í því skyni að sleikja sig upp við auðvaldið á kostnað almennings. Hæstaréttardómar eru jafnvel hunsaðir, svo sem gerðist í tilfelli Lýsingar, en dómurinn sem þá féll hefði getað forðað þúsundum frá gjaldþroti og vonarvöl. En ríkisstjórnin sýndi með því að hunsa þann dóm, nokkuð sem er víða ólöglegt og hefði eitt og sér nægt sem brottrekstrarsök fyrir ríkisstjórnina, þar sem þrískipt vald er tryggt með lögum í stjórnarskrá, sitt rétta eðli og fyrir hvern hún starfar í raun og veru. Annað hvort voru þau aldrei vinstrimenn, heldur bara Trójuhestar, eða þá eru þau pólítískar mellur sem einhver ill öfl borga undir borðið. Aðrar skýringar standast ekki nánari athugun. Síst af öllu gjammið í nýju trúarbrögðunum hans Steingríms sem hafa gert Davíð Oddsson að allsherjar grýlu og djöfli sem allt sem miður hefur farið í veraldarsögunni er að kenna, og gerir hans menn stikkfría frá öllu og þeir geta jafnvel notað tilvist Davíðs Oddssonar sem afsökun til að fremja hvaða glæp sem er "Skrattinn freistaði mín" = "Davíð neyddi mig til þess", en einungis einfeldningar taka svona bókstafstrú og óráðshjal trúanlegt, burtséð frá hvað manni þykir persónilega margt miður í fari pólítíkur Davíðs Oddsonar. Sannleikurinn blasir við. Þau eru kannski lýðræðislega kjörin, en það var Hitler nú líka. Lýðræðissinnar eru þau ekki, það hafa þau sýnt með að marg brjóta á fólkinu í landinu, jafnvel í trássi við Hæstarétt, sem þau óvirða eins og þeim sýnist. Hvort sem þau eru að þiggja mútur eða annað kemur til, þá eiga þau ekki skilið að sitja þarna lengi. Sagan sýnir að það að láta fasista og elítista sem óvirða sitt eigið fólk sitja í skjóli "lýðræðis" er stórhættulegt og veit ekki á gott. Við höfum valið, annað hvort kveðjum við land vort og þjóð bless, frelsi vor og mannréttindi, kjör og auðlindir......eða ríkisstjórn þessa. Við höfum þetta val ekki mikið lengur. Tíminn líður hratt að úrslita stund. Láttu ekki þitt eftir liggja http://www.utanthingsstjorn.is
Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 01:44
Blessaður Siggi
Jóhanna er rétt kjörin út kjörtímabilið hvað sem þér finnst um það.Hvað varðar ESB þá er ég á móti inngöngu svo þú þarft ekki að óttast um að allir flokksmenn Samf. séu á þeirri skoðun,en auðvitað vilt þú að sjálfstæðisflokkurinn nái völdum þannig að gamla sagan get byrjað aftur útdeilingar á eigum þjóðarinnar til valdra,svo getum við hin borgað skuldirnar eftir 18 ára valdatíð sjálfstæðismanna,þú ert kannski á útleið en ekki heyri ég að Vestmannaeyingar séu að fara úr landi svona í lokin þá eru þau gleðitíðindi að gerast að farið verður í Bakkafjöru í dag og ég er hugsa um að skreppa fram og til baka bara til að rifja upp hversu frábær samgöngubót Bakkafjara er. Kveðja úr eyjum
Solveig Adolfsdóttir (IP-tala skráð) 5.11.2010 kl. 09:09
Sæl og blessuð Sólveig.
Þasð fór eins og mig grunaði við erum eins og svo oft áður sammála í mörgu þó ekki öllu. Ég er ekkert undrandi þó ungt fólk leiti til útlanda. Ástandið er skelfilegt hjá mörgum. Auðvitað er það ekki Samfylkingunni einni að kenna. En Samfylkingin hafði þann boðskap fyrir síðustu kosningar að treysta ætti henni til að leysa málin. Það hefur gjörsamlega mistekist.
Já, mikill lúxus var að fara til og frá Eyjum úr Landeyjahöfn. Vonandi að það gangi.
Bestu kveðjur til allra í EYjum.
Sigurður Jónsson, 5.11.2010 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.