ESB segir Ögmund verða að fara í aðlögun og endurhæfingu.

Það lítur út fyrir að Ögmundur Jónasson og fleiri hafi alls ekki gert sér grein fyrir að með því að senda inn umsókn um aðild að ESB væru menn í raun að óska eftir aðlögun. ESB getur alls ekki fallist á að Ögmundur og fleiri Vinstri grænir séu með einhverja sýndarmennsku og skrípaleik við að senda inn umsókn í ESB. Með því að sækja um verða menn að ganga langa veginn og fara í aðlögun og endurhæfingu. þessu ferli lýkurf ekki fyrr en búið er að fínpússa og væntanlega meta stöðuna þannig að nú sé óhætt að láta á ESB aðildina reyna.

Hefði ekki vreið einfaldara fyrir Ögmund og fleiri Vinstri græna að standa bara við sínar eigin samþykktir og vera fyrir utan ESB. Hvers vegna að sækja um aðild ef menn vilja það alls ekki?

Dettur Ögmundi og fleir Vinstri grænum í hug að hinir háu herrar í ESB taki þátt í skrípaleik þeirra félaga í ESB. Sendi menn inn umsókn sem samþykkt hefur verið af ríkisstjórn og meirihluta Alþingis er það alvöru umsókn.

Auðvitað sjá sumir Vinstri grænir að  Össur og fleir í Samfylkingunni sitja nú öllum stundum og gera grín að einföldu sálunum í VG, sem héldu að með því að sækja um aðild væru þeir ekki að sækja um, heldur væri eingöngu um smá könnunarviðræður að ræða.

Vinstri grænir og þar með talinn Ögmundur hafa spilað ráðherrastólaleikinn þannig að þeir bera ábyrgðina fyrst og fremst á því að Ísland er á fullu í aðlögunarferli inní ESB.

 


mbl.is ESB hafnar hugmyndum Ögmundar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það er mikið að einhverjir aðrir sjá þetta en ég hef verið að staglast á þessu í langan tíma og líklega ásamt fleirum. Það eina er þjóðaratkvæðagreiðsla og það strax.

Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 18:24

2 Smámynd: Elle_

Ótrúlegt að sótt hafi verið um fyrir heilt land inn í erlent veldi vegna eins ómerkilegs pólitísks flokks.   

Elle_, 15.11.2010 kl. 18:37

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Það gæti verið fróðlegt að kíkja á þessa grein mína sem sínir hve mörg lög þau hafa  brotið þ.e. Jóhanna og Össur.  http://skolli.blog.is/admin/blog/?entry_id=1116498

Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 18:56

4 Smámynd: Elle_

Valdimar, maður kemst ekki inn í greinina, heldur kemur upp stjórnborðið þitt og segir: Innskráningu vantar. 

Elle_, 15.11.2010 kl. 19:03

5 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Hér beinast öll spjót að Ögmundi því hann vissi ekki betur í upphafi, þá er spurning hvort ekki ætti að "hengja" frekar ráðherrann sem laug að Ögmundi með að kíkja í "pakkann" sem byrjar líka á Ö?

Brynjar Þór Guðmundsson, 15.11.2010 kl. 19:48

6 identicon

Ö er fyrsti bókstafurinn í nafni landráðamanns nokkurs. Og sá er eigi Ögmundur.

Ö (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 19:59

7 identicon

ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON,ER HINN ÍSLENSKI QUSLINGUR. Mikið fjári er mér að verða illa við hann.

Númi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 21:55

8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Afsakið Elle setti vitlausa slóð en hér er sú rétta http://skolli.blog.is/blog/skolli/entry/1116498/

Valdimar Samúelsson, 15.11.2010 kl. 23:15

9 identicon

Hvaða völdum skyldi ESB- Mafían vera búin að lofa umboðsmanni sínum honum Össuri Q Skarphéðinssyni.?

Númi (IP-tala skráð) 15.11.2010 kl. 23:38

10 Smámynd: Elle_

Já, það er ábyggilega satt hjá ykkur, Brynar, Númi og Ö, það er e-ð mikið bogið við alla framgöngu Össurar og ætti að draga hann fyrir dóm.

Elle_, 16.11.2010 kl. 00:52

11 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Þjóðarathvæðagreyðslu strax. Ekki eyða meyru í þetta rugl sem þjóðin vill ekki!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 16.11.2010 kl. 02:24

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Segir mér maður sem vinnur í Lúxemburgh að þar séu forkólfar ESB margir og lifi í vellystingum praktuglega, þeir eiga alllir lúxusvillur, eru með flotta bíla og einkabílstjóra, börnin þeirra ganga í einkaskóla, og það sé himin og haf milli þessara erindreka ESB og annara íbúa.  Er ekki bara búið að lofa okkar fólki einhverjum svona lúxus í Lúx?  Spyr sú sem ekki veit.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.11.2010 kl. 10:54

13 Smámynd: Brynjar Þór Guðmundsson

Já Elle, hann össur er furðu mikið bogin á alla kanta, en ég er ekki að nefna auka kílóin

 Þeir pólitíkusar sem koma þjóð sinni inn í ESB eiga ekki langt eftir í pólitíkinni í sínu landi svo laus ESB á því vandamáli er að ráða þá við eitthvað sem skiptir ekki máli eða við að sannfæra aðrar þjóðir um það hvað allt sé frábært í ESB þó að raunveruleikinn sé allt annar. En að vissu leiti er það æðislegt fyrir össur. Nei ég meina hver myndi ekki vilja fá 4-40 millur(eftir árangri) á mánuði fyrir að lifa í eigin heimi og það eina sem þú þarft að gera er að selja sál þína og svíkja þjóðina með lygum og prettum.

Brynjar Þór Guðmundsson, 16.11.2010 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband