Hverjir þurfa að borga fyrir klúður Framsóknar vegna húsnæðislánanna?

Sigmundur Davíð slær til hægri og vinstri og kennir öææum öðrum um hvernig mál standa en Framsóknarflokknum.

Nú berast fréttir um skelfilega stöðu Íbúðalánasjóðs og að ríkissjóður verði að dæla þangað tugum milljarða. Hverjir ætli beri nú höfuðábyrgð á því hvernig sú staða er. Eru Framsóknarmenn búnir að gleyma kosningaloforðunum um 90% lánin, sem settu allt á hliðina. Verð fasteigna varð óraunhæft og allt hrundi.

Sigmundur Davíð getur ekki kennt öllum öðrum um en algjörlega hvítþvegið Framsóknarflokkinn.

Og svo má ekki gleyma því, að Sigmundur Davíð er sá aðili sem færði Samfylkingunni og Vinstri grænum völdin á silfurfati. Það var hann og aðrir Framsóknarmenn, sem bera ábyrgð á því að þjóðin situr uppi með hreinræktaða vinstri stjórn.


mbl.is Sósíalistar og stórkapítalistar ná saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Margt má segja um Sigmund, en illa tel ég að gangi að kenna honum um sauruga fortíð flokksins.

Ég er nú ekki gamall í árum talið og fékk fyrst áhuga á stjórnmálum fyrir ca 7 árum síðan.

Flestan þann tíma hef ég haf viðbjóð á flokknum og ullu menn eins og finnur, halldór of alfreð þvílíkri velgju innan í mér að ég nánast kastaði upp er ég sá mynd af þeim.

Aftur á móti þá kann ég vel við málflutning Sigmundar og, jafnvel mér sé illa við það ennþá, þá er ég farinn að líta framsókn örlítið mildari augum.

runar (IP-tala skráð) 17.11.2010 kl. 21:25

2 Smámynd: Ingvar

Voru það Framsóknarmenn sem komu húsnæðislánamálaruglinu á ?

http://kristinn-karl.blog.is/blog/kristinn-karl/entry/1117335/

Ingvar, 17.11.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband