19.11.2010 | 15:52
Fær 50% lífeyrisgreiðslur af réttindum maka síns.
Verðbréfabrask lífeyrissjóðanna í góðærinu vakti furðu og hneykslan margra. Það er ekki mikið talað um þetta hvorki af verkalýðshreyfingunni eða atvinnurekendum þrátt fyrir gífurlegt tap,sem bitnar á félögum sjóðanna.
Fjárfestingar lífeyrissjóðóðanna nú eftir hrun hafa vakið furðu og hneykslun margra. Það er verið að nota fjármuni sjóðfélaga til að braska með. Hvers vegna þurfa lífeyrissjóðirnir t.d. að eiga Húsasmiðjuna og Blómaval?
Rekstrarkostnaður lífeyrissjóðanna uppá marga, marga milljarða hefur vakið undrun,hneyslan og reiði margra.
En hvað með réttindi sjóðfélaga? Ég hitti konu í morgun,sem misst mann sinn fyrir stuttu. Hún sagði mér að hún fengi 50% lífeyrissjóðsgreiðslu af þeim réttindum sem hann átti í sjóðnum. Ég hef verið hugsi í dag eftir að konan sagði mér þetta. Getur þetta virkilega átt sér stað. Var maki hennar ekki að borga inní sjóðinn gegnum árin til að ölast réttindi? Hvaða rétt hefur sjóðurinn til að skerða réttindi til eftirlifandi maka hans?
Er óréttlætið virkilega svona mikið?
Ég held að það sé full ástæða fyrir fjölmiðla að kafa svolítið ofaní lífeyrissjóðina. Það er nefnilega ekki líklegt að verkalýðshreyfingin eða atvinnurekendur eyði miklum tíma í að skoða svona mál og bæta stöðu félaganna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góðan dag. Kemur þetta ekki á óvart. Eiginmaður minn féll frá árið 2006 og hafði þá greitt í lífeyrissjóð að góðum launum í nær 36ár. Ég var ekki í neinum sjóði, sem heimavinnandi húsmóðir.Eftir fráfall hans fékk ég u.þ.b. helming en BARA í 3 ár,þá var enn frekar skert. S.l.sumar kom svo bréf um 10% þar í viðbót, svo eftir alla þeirra loftfimleika hjá sjóðnum fæ ég u.þ.b.70.000 kr á mánuði, sem er ekki nema þriðjungur af því sem eiginmaður minn fékk. Ég hélt að kona og maður væri eitt í þessu tilliti---nei ekki nú aldeilis...
Þórunn Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 17:08
Og ef að makinn er fallin frá og börnin uppkomin sem er algengt hjá fólki sem er orðið 67 ára, þá fær enginn lífeyrinn hann rennur beint í Lífeyrissjóðin, það er ekki einu sinn greiddur skattur af lífeyrinum. Lífeyrir er dreginn af launum launamanna, hann er ekki einhver áunninn réttur heldur laun. Lífeyrissjóðir hafa engan rétt til þess að sólunda þeim í gjaldþrota fyrirtæki eins og Húsasmiðjuna, Vodafon og Blómaval. Og rán stjórnamanna lífeyrissjóðanna er þeir lánuðu fyrirtækjum eins og Baugi, FL Group, Exista, Glitni, Kaupþingi og fleir svikamyllum ætti að ransaka strax og láta stjónamenn svara til saka og greiða það til baka sem þeir stálu. Rétt fyrir hrun lánaði Gildi lífeyrissjóður Glitni banka marga miljarða með engum veðum og litlum sem engum vöxtum, Glitnir hefði alveg eins skrifað á Post It miða " ég skular þér.
Lífeyrissjóðinir eru mafía sem verður að stoppa strax. Íslenska lífeyriskerfið er gjaldþrota: Ríkið skuldar 450 milljarða í LSR og hinir sjóðirnir glæpaklíkur sem ættu að sitja inni.
Ingvar, 19.11.2010 kl. 17:36
Á hvaða plánetu býr fólk? Eini lífeyissjóðurinn sem ég veit um að greiði mökum nokkuð umfram það sem konan segir hér að ofan, er gamli hluti lífeyrissjóðs ríkisins. Í öðrum tilvikum er litið á lífeyrisrétt sem rétt sem þú aflar þér á meðan þú starfar, fyrir sjálfan þig en ekki maka. Auðvitað er það fúlt ef þú hrekkur uppaf ungur og nærð því ekki að eyða þínum hluta, en það er eins og með tryggingarfélögin -- þeir sem verða fyrir tjóni fá greiðslur þeirra sem aldrei verða fyrir tjóni. Það virðist vera orðin tíska að líta á lífeyrissjóði sem einhvers konar sníkjudýr sem eyða öllum sínum tekjum í vitleysu, en eif lífeyrissjóðir ættu að tryggja líka húsmæður sem ekki greiða neitt í sjóði, þá þyrfti því miður að taka miklu hærri upphæðir af þeim sem greiða í sjóðina. Ef breyta á kerfinu úr því sem það er nú, þ.e. eins konar tryggingarkerfi þar sem þú færð rétt án nákvæms tillits til hversu margar krónur þú borgar inn í það, yfir í sjóðskerfi þar sem þú átt það sem þú greiðir inn í það -- sbr. sjálfseignarsparnaðinn -- þá myndi kerfið breytast í grundvallaratriðum. Og þá hefst óþolið -- hversu margir Íslendingar tóku út sjálfseignarsparnaðinn því að þeir gátu ekki borgað skuldirnar sínar? Hvað hefði gerst ef allur lífeyrir fólks hefði verið undir sömu sök seldur? Hversu margir hefðu ekk eytt honum til að greiða "nauðsynleg" lán og átt ekki krónu í lífeyri þegar þeir þurftu á honum að halda? Og hvað gerist svo þegar fólk kemst á lífeyrisaldur og hefur eytt öllum lífeyrinum til að bjarga sér úr skuldum á yngri árum? Hver bjargar þeim þá ...? Sjálfsagt þeir sem höfðu fyrirhyggju og höfðu safnað til elliáranna, því að Íslendingum finnst greinilega sjálfsagt að þeir blæði endalaust. Það heitir víst réttlæti nú á tímum.
Pétur (IP-tala skráð) 19.11.2010 kl. 23:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.