Ekki bjargaði ESB aðild Grikkjum og Írum.

Samfylkingin hefur dregið upp þá mynd  að með aðild að ESB hyrfu vandamál okkar Íslendinga. Allt myndi lagast. Vextir lækka,verðtryggingin væri úr sögunniog verðlag yrði svo lágt að öll þjóðin gæti lifað eins og greifar. Ekki þyrfti að hafa áhyggjur af sjávarútveginum. ESB myndi samþykkja allt sem við vildum í þeirm efnum. Bændur fengju alls konar styrki og gætu lifað lúxuslífi þótt þeir slyppu við að elta rollur,mjólka kýr, hamast í svínum og þyrfti ekki að tína egg og slátra kjúklingum.Sem sagt lúxuslíf í ESB. Og að sjálfsögðu hendum við krónunni og notum Evrur.

Eitthvað hefur klikkað í þessari fallegu hugsjón í Grikklandi og Írlandi. Þar hrundi allt og verða þessar þjóðir nú að leita eftir neyðaraðstoð. þetta gerist þrátt fyrir að þjóðirnar eru  í ESB.

Nú er meira að segja svo komið að Helgi Hjörvar þingmaður Samfylkinarinnar gerist sálusorgari og reynir að hughreysta Íra. Ætli Írar eigi samt ekki svolítið erfitt að skilja hvers vegna þessi sami helgi Hjörvar heldur að allt bjargist á Íslandi ef við bara göngum í ESB klúbbinn.


mbl.is Reyndi að hughreysta Íra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Hef nú fylgst nokkuð vel með og aldrei heyrt Samfylkinguna segja að  ESB bjargi öllum vandamálum. Bendi þér hinsvega á að Grikkir og nú Írar fengu aðstoð nær samstundis. En ef þú mannst eftir 2008 þá var með herkjum að hægt var að fá þjóðir til að koma okkur til aðstoðar með AGS.

ESB er samstarf sjálfstæðra ríkja sem fyrrir ekki þjóðir að þurfa að að vanda síg við rekstur ríkins. En ólíkt okkur hafa skuldir almennings í þessum löndum ekki hækkað við hrunið! Því þar féll ekki gjaldmiðillinn!

Magnús Helgi Björgvinsson, 23.11.2010 kl. 13:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband