Vinstri stjórnin hreint ótrúlega dugleg.

Margir tala um að Vinstri stjórnin geri ekkert. Enn sé engin lausn komin fyrir heimilin. Enn sé allt óleyst í atvinnuuppbyggingu. Allt er þetta rétt, en Vinstri stjórnin hefur á einu sviði sýnt af sér fádæma dugnað. Á stuttum valdatíma hefur henni tekist að skipa rúmlega 250 nefndir og ráð. Auðvitað verða menn að vera sanngjarnir og sjá að mikill tími ráðherra fer í að velta vöngum og leita að nöfnum til að setja í allar þessar nefndir. Ráðherrar verða að gæta sín að setja ekki skyldmenni sín eins og syni eða dætur í nefndirnar. Ekki má heldur setja í nerfndirnar pólitíska samflokksgæðinga ráðherranna,þannig að þetta tekur mikinn tíma frá ráðherrunum að sinna þessu nefndarvali.

Hvernig er hægt að ætlast til að ráðherrarnir geti á meðan verið að vasast í málum eins og vanda heimilanna og uppbyggingu atvinnulífsins. Og svo tfór auðvitað mikill tími í lýðskrumið í kringum kosninguna til stjórnlagaþings.

Nú eru nefndirnar orðnar svo margar að það hlýtur að þurfa að skipa nokkrar nefndir til að fylgjast með og halda utanum allar þessar nefndir.

Enn á ný verða því vinstri ráðherrarnir að setjast niður og eyða tíma sínum í að manna eftirlitsnefndirnar með hinum nefndunum. Já, það er mikið að gera og von að Jóhanna sé þreytt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband