Slæm staða hjá stjórnarandstöðunni.

Þessi síðasta niðurstaða þjóðarpúlsins hlýtur að valda öllum starfandi stjórnmálaflokkum á Alþingi miklum áhyggjum. Eins og sýnir sig í könnunum er mikil óánægja með Vinstri stjórnina. Það sýnir sig einnig að forystumenn stjórnarflokkanna hafa tapað tiltrú almennings.

Við þessar aðstæður allar væri eðlilegt að draga þá ályktun að nú væri blómatíð til fylgisaukningar fyrir stjórnarandstöðuna. Niðurstaða könnunar er að svo er ekki. Að það skuli aðeins 16% vera ánægð með störf stjórnarandstöðunnar hlýtur að vekja upp ýmsar spurningar.

Sjálfstæðisflokkurinn verður t.d. að taka þetta sem alvarlega aðvörun. Hvers vegna virkar Sjálfstæðisflokkurinn ekki trúverðugur á kjósendur. Auðvitað ber Sjálfstæðisflokkurinn mikla ábyrgð á ástandinu en hefur komið fram og viðurkennt það og viljað læra af sárri reynslu og horfa til framtíðarinnar.

Sjálfstæðisflokkurinn hefur lagt fram heilstæða stefnu´varðandi aðgerðir og uppbyggingu að nýju til að vinna sig út úr vandanum.

Þetta virðist ekki ná til kjósenda. Hvers vegna ekki ? Sjálfstæðisflokkurinn verður að taka sín mál til alvarlegrar umfjöllunar.

Nú er það reyndar alveg með ólíkindum ef kjósendur ætla að fara sömu leið og í Reykjavík. Eigum við virkilega von á því að til valda komist einhver Besti flokkur á landsvísu. Finnst kjæósnedum í Reykjavík vera góð reynsla af valdatíma Besta flokksins?

 

 


mbl.is Fáir ánægðir með stjórnarandstöðuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það þarf utanþingsstjórn strax.

Þessir vitleysingar á alþingi eru búin að eyðileggja allt of mikið fyrir íbúum þessa lands, einungis til að halda valdastöðum sínum eða fyrir einhverjar brenglaðar hugsjónir, bæði stjórn og stjórnarandstaða.

Burt með þetta helv.... pakk!!!!!

Geir (IP-tala skráð) 2.12.2010 kl. 11:24

2 Smámynd: Þórður Bragason

Sammála Geir með utanþingsstjórn, ég hef reyndar haldið því fram í mörg ár að alþingi eigi ekki að mynda ríkisstjórn.  Hvað besta flokkinn varðar þá er grátlegt að hugsa til þess að e.t.v er yfirlýstur grínisti ekki að gera ósvipaða hluti og aðrir hefðu gert, skrípaleikurinn sem er búinn að vera í gangi í borgarstjórn undanfarin ár gerir leikskólakrakka auðvelt að gera betur.  SKrípaleikurinn á alþingi er því miður ekki ósvipaður.

Þórður Bragason, 2.12.2010 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband