Kostulegt hjá Kosti.

Verðkannanir eru af hinu góða séu þær framkvæmdar á þann hátt að þær séu fullkomlega samanburðarhæfar. Við vitum t.d. að epli og epli þarf ekki endilega að vera það sama. Það getur verið mikill gæðamunur á tveimur tegundum,þannig að eigi könnun að vera marktæk verður að bera saman nákvæmlega sömu tegund. Þetta gildir að sjálfsögðu um allar vörur.

Það er því nauðsynlegt að taka fram ef borið er saman hvort um sé að ræða Egils appelsín í öllum verslunumum sem bornar eru saman eða einhvern annan framleiðenda í sumum tilfellum. Þetta skiptir öllu máli eigi samanburður að vera marktæklur.

Svona kannanir  hafa mikil áhrif á hvar almenningur verslar.

Nú hefur maður engar skýringar séð frá Kosti hvers vegna þeir vilja ekki vera með. Þær skýringar verða þeir að gefa,annars getur þessi verslun fljótlega ðakkað saman og lokað.

Á meðan ekki koma skýringar er þetta kostulegt hjá Kosti að neita þátttöku í verðkönnun.


mbl.is Bökunarvörur ódýrastar í Bónus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

BÓNUSDJÚSINN ER ALLTAF Á BESTA VERDINU Í BÓNUS

ELÍAS (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 21:38

2 identicon

Jón er ekki að standa sig að mínu mati og verslunin hans er einfaldlega með ákveðnn viðvaningsbrag á sér. Hann eltir ekki þekktar verðkönnunarvörur sem eru að skilja lítið eftir sig í kassanum og kemur því illa út úr könnunum og er orðinn smeykur við þær.

Uppröðun er ruglingsleg og það er greinilegt að hann kann ekki inná smásöluhefðir sem hér ríkja. Ég styð samt alltaf þá sem eru að reyna eitthvað nýtt og verslaði í Kosti í kvöld. Kom þangað úr Nettó sem er í 3 mín fjarlægð og allir kassar kjaftullir. Það voru 5-10 hræður í Kosti.

Þetta stefnir í óefni þrátt fyrir fljúgandi start. Jón Gerald hefði átt að vera með vana íslenska innkaupamenn en öll þessi mistök sem hann gerir eru óþörf.  Nema þegar menn telja sig vita allt best sjálfir, en þekkja ekki sitt heimafólk eins og nauðsyn er í þessum bransa.

En hann fær ótvíræðan plús fyrir að koma með nokkur skemmtileg vörumerki á markaðinn.

Gylfi Gylfason (IP-tala skráð) 3.12.2010 kl. 22:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband