Er stjórnarandstaðan með í Icesave?

Áður hefur komið fram í fjölmiðlu að Bretar og Hollendingar ætla sér ekki að skrifa undir nýjan Icesave samning nema tryggt sé að mjög breið samstað sé um hann meðal þingmanna á Íslandi. Nú er verið að tilkynna að samningar séu að nást. Lítið sem ekkert hefur verið fjallað um það hvort stjórnarandstaðan er með í þessu plotti öllu saman eða hvort hún er ekkert upplýst eða með í viðræðunum.

Miðað við hvernig þjóðin hafnaði síðasta samningi tel ég að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi mjög vel að skoða hug sinn áður en hann skrifar undir eða mælir með nýjum samningi. Ég er sannfærður um að fleiri og fleiri hér á landi telja að almenningi beri ekki nokkur skylda til að taka á sig skuldbindingar vegna Icesave. Bretar og Hollendingar geta hirt eigur gamla Landsbankans í sínum löndum uppí skuld og þar með er dæminu lokið.

Annars er fróðlegt að velta fyrir sér hvernig Steingrími J og Jóhönnu líður nú þegar samningur er á borðinu sem er allavega 150 milljörðum hagstæðari en sá sem þau vildu skrifa undir. Bera þau enga ábyrgð á sínum gjörðum? Telur Alþingi enga ástæðu til að kanna hvað lá að baki slíkum vinnubrögðum hjá Steingrími J. og Jóhönnu.

En auðvitað er aðalatriðið að okkur ber ekki nokkur skylda til að greiða skuldir sem einkabankar stofnuðu tiol í Bretkandi og Hollandi.


mbl.is Icesave-samningur í dag?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Mæltu heill Sigurður! Bretar og Hollendingar geta bara hirt leifarnar af þessu bankadrasli í sínum löndum eins og þú segir. Ég trúi því ekki fyrr en ég tek á að stjórnarandstaðan sé meðmælt þessum IceSave svikum Steingríms og Jóhönnu. Svikadúettinn sá skal frá völdum og það má aldrei gerast aftur að vinstri glærir og smáfylkingin komist í valdastólana. Steingrímur hefur lævíslega svikið allt sem vinstri glærir lofuðu fyrir kosningar og það var aldrei við neinu að búast frá smáfylkingunni nema athyglissýki Jóhönnu og Össurar apakattar.

corvus corax, 7.12.2010 kl. 15:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband