Tríó Lilju hlýtur að yfirgefa Vinstri stjórnina.

Nú hefur það einsdæmi gerst á Alþingi að þrír þingmenn úr öðrum stuðningsflokki ríkisstjórnarinnar neita að samþykkja fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Í raun þýðir þetta að þessir þrír þingmenn Vinstri grænna hafa sagt skilið við ríkisstjórnina. Þingmenn sem ekki treysta sér til að samþykkja fjárlagafrumvarp,þar sem stefna ríkisstjórnarinnar er mörkuð geta ekki lengur talist til stuðningsmanna.

Alveg er það með  eindæmum að flokkur eins og VG skuli ekki hlusta á málflutning Lilju Mósesdóttur og félaga. Reyndar hlýtur þetta að vera endapunkturinn á veru hennar og félaga innan VG. Klofningur hjá Vinstri grænum hlýtur að blasa við.

Eflaust getur Vinstri stjórnin hangið eitthvað áfram, en eftir þennan atburð hlýtur hún endanlega að hafa misst það litla traust sem kjósendur báru til hinnar tæru Vinstri stjórnar.

 


mbl.is Fjárlagafrumvarpið samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Láttið ykkur ekki detta það í hug eitt andartak að þessi sundraða hjörð fari að yfir gefa Þessa tæru vinstri velferðar stjórn, hinnar íslensku alþýðu sem ætlar sér að sitja að minnsta kosti næstu tvö kjörtímabilin. En eru innan stjórnarinnar Ögmundur og Jón Bjarnason sem situr meðan stætt er. Ögmundur hleypur ekki aftur úr ráðherrastólnum innan hans ráðuneita eru það mörg verkefni sem hann vill geta stoppað , hindrað eða látið rannsaka og ekkert gerast. Svo á hann eftir að skipa nokkra Hæðstaréttardómara . Hann á eftir að breyta kostningarlögjöfinni þannig að ef þeim þeim finnst eitthvað tvísýnt um úrslit í næstu kostningum með fylgið sitt þá framlengja þau kjörtímabilið um fjögur ár með lögum (Þá koma allir Kettirnir í hús ) og bulla einhver rök fyrir því með því að um mikinn pólutískan óróa sé að ræða í þjóðfélagi velferðarinnar og koma verði á róog líta verði á að ekki sé skattlagt nóg gera verði meir meðan til eru órásíumenn sem mótmæli, öllum sköttum er þau leggi til.

G Gunnar (IP-tala skráð) 17.12.2010 kl. 10:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband