Lilja styður Vinstri stjórnina en ekki stefnu hennar. Gengur það upp??

Mörgum finnst Lilja Mósesdóttir vera athyglisverður þingmaður. Skoðanir hennar og gagnrýni á vinnubrögð Vinstri stjórnarinnar vekja jafnan athygli. Það er furðulegt að Steingrímur J. og hans hjörð í VG skuli ekki í neinu hlusta á rök Lilju.

Reyndar er það enn furðulegra að Lilja segist styðja Vinstri stjórnina en segist jafnframt vera á móti stefnu Vinstri stjórnarinnar í veigamestu málunum. Þá gagnrýnir hún harðlega vinnubrögð foringja VG og Samfylkingarinnar.

Hvernig gengur það upp hjá Lilju að vera stuðningsmaður Vinstri stjórnarinnar?


mbl.is Segist styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Já, það er akkúrat þetta sem ég gat aldrei skilið við Lilju eða Ögmund.  Segjast þau styðja stjórnina og hvað sem á bjátar, alltaf styðja þau stjórnina og hversu hrollvekjandi sem stjórnin verður.  Stjórn sem líka vinnur hart gegn þeim sjálfum og kallar þau ketti í órólegri deild.  Trúi ekki í 2 sekúndur að þau styðji stjórnina í alvöru, heldur vilja þau ekki vissan flokk til valda.  Það er það sem vinna Steingríms og VG snýst fyrst og fremst um og hefur gert síðan í apríl, 09. 

Elle_, 19.12.2010 kl. 00:50

2 Smámynd: Sigurður Haukur Gíslason

Hér eru nokkrir punktar úr yfirlýsingu þremenninganna. Ég get ekki séð að þeir styðji ríkisstjórnina:

Úr yfirlýsingunni:
„Efnahagsstefnan byggir á því að verja fjármagnskerfið á kostnað velferðarþjóðfélagsins og birtist hún í skattahækkunum og stórfelldum niðurskurði. “

„Samdrátturinn er mun meiri en reiknað var með. Stórfelldur niðurskurður við slíkar aðstæður mun auka samdráttinn sem síðan leiðir til þess að skera þarf enn meira niður á árinu 2012 en nú er gert ráð fyrir. “

„Forgangsröðun innan fjárlaganna er ekki nægilega mikil í þágu velferðar, menntunar og bættra lífskjara almennings. Á sama tíma og skorið er verulega niður í mörgum mikilvægum málaflokkum þá er lítið skorið niður í æðstu stjórnsýslu ríkisins. “

„Þótt nokkuð hafi áunnist í því að afstýra stórslysi í upphaflegum niðurskurðaráformum í heilbrigðisþjónustu landsmanna og innan almannatryggingakerfisins þá er fjárlagafrumvarpið enn boðberi kreppudýpkandi efnahagsáætlunar sem vegur of harkalega að einmitt þeim grunnstoðum sem núverandi ríkisstjórn lofaði að standa vörð um.“

„Vinnubrögð sem viðhöfð hafa verið við gerð fjárlagafrumvarpsins, sem og ýmsum öðrum stórum og afdrifaríkum málum, hafa einkennst af forræðishyggju og foringjaræði frekar en lýðræðislegri ákvarðanatöku“

Sigurður Haukur Gíslason, 19.12.2010 kl. 01:01

3 Smámynd: Björn Emilsson

Sagan endurtekur sig. Fyrsta hreina vinstri stjórnin á Islandi, hrópaði Steingrímur hreikinn, veifandi handtöskunni er hann kom af fundi Forseta. Steingrímur hefur margoft sagt að þessi ríkistjórn er framtíð Islands. Forða verði af öllum mætti að ´ihaldið´ komist til valda aftur. Merkilegt nok, en lýðurinn tekur undir húrrahrópin og hyllir foringjann mikla. sama hvað á gengur. Steingrímur gerir allt sem hann getur til að halda stólnum sínum á borðsendanum hjá Jóhönnu og fái að pota í nefið, góna útí loftið og leika sér með gula áherslutússið sitt, eins og illa gefið vandræðabarn.

Björn Emilsson, 19.12.2010 kl. 03:05

4 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Hún er skrítin tík þessi pólitík og þarf nokkuð sérstakt fólk til að taka þátt í henni. Þó verður að segja að því lengra sem litið er til vinstri á þessum vettvangi, verða málin og fólkið undarlegri. Þessi afstaða þremenninganna í VG að ætla að halda áfram stuðningi við stjórnina, jafnvel þó þau geti ekki sætt sig við það hvernig stjórnað er, segir meira um fólkið en málefnin. Þegar einhver tekur upp þá stefnu að styðja flokk en ekki málefni hans er eitthvað undarlegt að. Fólk á að vera í pólitík fyrir málefnin, ekki flokkana eða ríkisstjórnir. Það á að velja sér flokk sem stendur næst þeim málefnum sem það vill standa fyrir, ef það finnur engan flokk nærri sínum hugðarefnum á það að leita samstarfs við aðra einstaklinga sem hafa sömu sýn og stofna flokk um það málefni.

Það er þó útilokað að vera á mótu störfum ríkisstjórnar en styðja hana samt. Með þessu framferði gera þremenningarnir sig að algjörum ómerkingum.

Gunnar Heiðarsson, 19.12.2010 kl. 10:06

5 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Fólk á að vera í pólitík fyrir málefnin, ekki flokkana eða ríkisstjórnir. Það á að velja sér flokk sem stendur næst þeim málefnum sem það vill standa fyrir, ef það finnur engan flokk nærri sínum hugðarefnum á það að leita samstarfs við aðra einstaklinga sem hafa sömu sýn og stofna flokk um það málefni.

Ég held að þau séu trú málefni og stefnu flokksins (allavegana meira en hinir), en það sé stjórnin (Steingrímur) sem henti stefnunni út um gluggann á leið í vinnuna á fyrsta degi, eins og hann sagði sjálfur "ALLT gert til að halda vinstristjórn við og sjálfstæðisflokknum frá"!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 19.12.2010 kl. 12:14

6 identicon

Þórlindur Kjartansson er með rétta skýringu á þessu hjá Mósu og félögum

Þetta er skortur á félagsþroska og hæfileika til vinna með  öðrum.

Sjá frétt í pressunni

Fyrir utan það að upplýst hefur verið að öll umkvörtunarefni Lilju eru alls ekki sannleikanum samkvæm.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 12:45

7 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það er rétt hjá þér Halldór Björgvin, þremenningarnir hafa hagað sínum málflutningi og nú síðast atkvæðagreiðslu á þingi með þeim hætti að halda mætti að þau væru að standa á stefnu síns flokks, sem formaðurinn virðist hafa yfirgefið. Ef þau ætla svo að standa með stjórninni eru þau í raun að segja að þau hafi ekki meint það sem þau sögðu og gerðu. Með því að styðja stjórnina eru þau að viðurkenna að Steingrími sé heimilt að svíkja flokksfélag sitt og þau séu tilbúin að standa með honum við það!!

Gunnar Heiðarsson, 19.12.2010 kl. 13:11

8 identicon

Þetta pakk sem situr við stjórn núna er EKKI vinstrimenn. "Af ávöxtunum skuluð þér þekkja þá". Þetta eru loddarar, og svikarar og lygarar og hræsnarar, sem þykjast vera eitthvað sem þeir eru alls ekki. Jóhanna og Steingrímur hafa lítið gert annað en sleikja sig upp við erlendar fjármálaelítur þær sem standa á bak við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn, bukta sig og beygja fyrir þeim í hlýðni og undirgefni, seljandi land sitt og þjóð, sál sína og samvisku, og þeir sem hegða sér þannig eru auðvitað ekkert annað í stórkapítalistar. Var alinn upp í Svíþjóð Olafs Palme og myndi ekki kalla svona pakk vinstrimenn þó það kalli sig það sjálft, frekar en ég fari að kalla Hitler "sósíalista" bara afþví hann sjálfur skreytti flokk sinn nafnbótinni "þjóðernissósíalista", þegar hann var ekki meiri sósíalisti en svo að færa auðinn frá einni elítu til annarra, moka undir þýsk stórfyrirtæki, fjármagnaður af bandarískum stórfyrirtækjum eins og General Motors, og hygla vinum sínum..........og var til þess jafnvel tilbúinn að breyta fólki í sápu til að selja það. Þannig hugsa þeir sem vilja selja þegna sína. Jóhanna og Steingrímur eiga meira sameiginlegt með slíkum aðilium en í fyrstu virðist, þau lugu til dæmis blákalt að okkur bæri "siðferðileg skylda" til að blæða út af misbrestum rétt yfir þrjátíu íslenskra viðskiptamanna, en á svipuðum forsendum hugsuðu nazistar að allir gyðingar, venjulegt fólk, þyrftu að gjalda fyrir óvinsældir nokkurra bankamanna. Þannig hugsa allir gerfi "sósíalistar", þjóðernis, grænir eða samspillingar - sósíalistar, breytir engu máli. Hjarta gerfisósíalismans slær eins, mun hraðar og örar fyrir heimskapítalisman og glæpamenn en hjarta hins venjulega hægrimanns eða Sjálfstæðismanns, og ólíkt hægri arminum þjáist sá "vinstri", sem svo segist vera líkt og nazistarnir lugu líka upp á sig, ekki aðeins af eigingirni heldur líka af heimsku og barnaskap. Ég er vinstrimaður í húð og hár en ég kýs frekar þá sem þykjast ekki vera annað en þeir eru en þá sem hæðast að hugsjónum mínum og spíta þannig í andlit hins sanna sósíalisma. Olaf Palme átti álíka mikið sameiginlegt með þessu pakki og Hitler.

Svíinn (IP-tala skráð) 19.12.2010 kl. 14:36

9 Smámynd: Tryggvi Þórarinsson

Það er með ólíkindum að Lilja skuli geta stutt þessa stjórn miðað við skoðanir sínar og finnst mér þetta nýja útspil hennar að styðja stjórnina eftir að hafa hafnað fjárlögunum hafa rústað hennar mannorði og ekki lengur hægt að taka mark á henni frekar en öðrum í stjórninni.

Tryggvi Þórarinsson, 19.12.2010 kl. 15:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828299

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband