Er óeðlilegt að útgerðarmenn vilji vita stöðu sína áður en samið er ?

Þrátt fyrir falleg orð forystumanna Vinstri stjórnarinnar um frið og sátt í þjóðfélaginu er framkvæmdin allt önnur.Það er stefna Vinstri stjórnarinnar að ráðast á allt sem hægt er og skapa ófrið og óvissu í stað sáttar.

Er eitthvað undarlegt að útgerðarmenn vilji vita hvað er framundan í fiskveiðistjórnarmálum. Ætlar Vinstri stjórnin að kollvarpa kerfinu og fara þáleið að hirða kvótann af núverandi útgerðarmönnum.

Að sjálfsögðu hlýtur það að vera eðlileg krafa útgerðarmanna að fá vitneskju um áform Vinstri stjórnarinnar. Staðan er núna þannig að engum útgerðarmanni dettur í hug að eyða í viðhald eða nýframkvæmdir, sem er skiljanlegt miðað við óvissuástandið.

Ætli Jóhanna sér að kollvarpa kerfinu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum fyrir sjávarútvegspláss landsins verður hún að upplýsa það. En hvers vegna í óskupunum var þá verið að leggja áherslu á sáttaleið í fiskveiðistjórnunarmálunum.

Furðulegast af öllu er að þegar aðilar koma sér saman um að fara samningaleiðina þá blæs Jóhanna á það og heimtar fyrningaleiðina.

Svo talar þessi kona um að það eigi að ná sátt í þjóðfélaginu.

 


mbl.is Ólíðandi að tengja saman kjarasamninga og kvótakerfið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekkert sjómannafélag hefur heimild frá félagsmönnum til að undirrita kjarasamninga nema kominn sé niðurstaða í kvótakerfið,  tryggt að skerðingum á kvótum sem hafa orðið t.d. vegna  minni fiskgengdar, verði skilað aftur til þeirra sjómanna sem urðu fyrir þeim, og komið í veg fyrir állar hugmyndir ríkisstjórnarinnar að setja störf okkar á uppboðsmarkað

Samúel Guðmundur Sigurjónsson (IP-tala skráð) 17.1.2011 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband