Magma á ekki auðlindirnar. Skrípaleikur Jóhönnu nær hámarki.

Það er stórkostlegt hvernig hefur verið hægt að koma því í huga margra að búið sé að selja orkuauðlindina á Reykjanesi til Magma. Auðlindirnar hafa ekki verið seldar,heldur er það nýtingarétturinn sem Magma fjárfesti í. Auðvitað má ræða það hvort stytta á leigutímann.

Það sem liggur fyrir er að unnið er eftir lögum, sem Jóhanna vissi vel um. Vinstri stjórnin gat hvenær sem er gripið inní á ferlinum hefði verið vilji til þess. Það er eftir öðru hjá þessari tæru Vinstri stjórn að ætla að grípa til einhverja aðgerða til að taka til baka löglega samninga.

Er Vinstri stjórnin að boða eignarnám með tilheyrandi skaðabótum?

Svo er það auðvitað stórkostlegt að helsta baráttumanneskja, Jóhanna Sigurðardóttur, að koma Íslandi í ESB skuli ætla að nema úr gildi löglega samninga sem erlendir fjárfestar gera á Íslandi.

Þegar það hentar boðar Jóhanna að afhenda ESB hitt og þetta á Íslandi, en haldi Jóhanna að það sé fallið til vinsælda faðmar hún Björkl að sér og segist vera sammála henni að alls ekki megi fá erlenda fjárfestingu inní landið í orkugeirann.


mbl.is Björk afhenti undirskriftir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar Bandaríkjamenn vildu fá leigð þrjú svæði fyrir herstöðvar 1945 til 99 ára var því hafnað á þeim forsendum að svo langur tími jafngilti því að þetta væri um aldur og ævi. Þessu var því nær einróma hafnað, þótt Íslendingar hefðu með því af sér mikinn hermangsgróða, samgöngubætur og það að þurfa ekki að sigla inn í samdráttartímabil með vöruskorti og skömmtun.

Samningstími upp í allt að 130 árum er aldeilis forkastanlegur, og 65 ára réttur er um það bil þrefalt lengri tími en tíðkast í Evrópu. 

Magma mun í raun eignast það mikla land sem verður undir öllum þeim viðamiklu mannvirkjum, sem svona virkjun þarf. 

Ég er hins vegar sammála þér varðandi sofandaháttinn í þessu máli af hálfu Íslendinga, en sú aðferð að notfæra sér hann hefur svínvirkað aftur og aftur. 

Ómar Ragnarsson, 18.1.2011 kl. 01:01

2 identicon

kostnaðurinn yrði hrikalegur ef stjórnin myndi grípa til einhverra aðgerða og rifta lögbundnum samningi. Stjórnin hafði tækifæri á að grípa inn í, en gerði það ekki.

Held að sumir hugsi ekki alveg út í enda í þessu máli. 

Við undirskriftasöfnunina kom fólk með enga lausn hvernig ætti að rifta þessum samningi.

Þröstur (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 01:20

3 Smámynd: Guðmundur Ingi Kristinsson

Lausnin er ala Steingrímur J; Skattleggja Magma af landinu og situr þá eftir þessi spurnig kann Björk,Ómar og þessir vitringar að reka batteríið. Vonandi ekki Björk því þá færu skattarnir til Breta.

Guðmundur Ingi Kristinsson, 18.1.2011 kl. 01:29

4 identicon

Ómar Ragnarsson, 18.1.2011 kl. 01:01

"...65 ára réttur er um það bil þrefalt lengri tími en tíðkast í Evrópu..."

Athyglisvert. Dæmi? Heimildir? Vingjarnleg kveðja. 

Sigurður (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 01:59

5 identicon

Mér finnst nú stórkostlegra hvernig búið er að koma því inn í hausinn á mörgum að leigusamningur til 65 ára með ákvæðum um leigu til annarra 65 ára, alls 130 ára, að slíkur samningur skuli ekki vera talin fullt afsal á auðlindinni.

Gunnar (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:11

6 identicon

Oft er land tekið eignarnámi.

Sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu hafa verið að taka land eignarnámi undir íbúðabyggð. Vegagerðin hefur verið að taka land eignarnámi undir sínar framkvæmdir og svo má áfram telja.

Fyrst það er vilji þjóðarinnar að þessum svika- og mútusamning sé rift þá eigum við hiklaust að gera það og nota til þess lög um eignarnám. Dómstólar meta þá verðmæti þess sem tekið er eignarnámi. Verðmætið er aldrei metið meira en það sem núverandi orkuframleiðsla stendur undir. Notendur Hitaveitu Suðurnesja borga í framhaldi þetta eignarnám upp á einhverjum 10/15 árum.

Málið leyst og erlendir fjárplógsmenn ekki lengur með einokunaraðstöðu á sölu á heitu vatni á Suðurnesjum.

Það eitt að erlendir fjárplógsmenn skuli vera með einokunaraðstöðu á sölu á heitu vatni á til íbúa Suðurnesjum ógnar öryggi byggðarinnar á þessu svæði. Það eitt réttlætir eignarnámið.

Jónas (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:24

7 identicon

Melurinn hann Geir Haarde var búinn að ganga um á Landsfundum og reyna að fá hljómgrunn fyrir því að ríkið seldi orkuauðlindirnar til lífeyrissjóðanna. Hann fékk engan hljómgrunn fyrir þessum hugmyndum sínum og engar slíkar samþykktir voru samþykktar á Landsfundum Sjálfstæðisflokksins.

Samt setur hann lög og bannar í framhaldi sveitarfélögunum að kaupa 15% hlut ríkisins í HS Orku sem ríkið þurfti endilega að selja á þessum tímapunkti.

Umboðslaus seldi þessi svikamelur Geysir Green Energy hlut ríkisins í HS Orku.

Hvaða greiðslur gengu til hans persónulega vegna þessarar sölu?

Af hverju var sett 90 ára þagnarskylda á persónulegar upplýsingar fjárhagsstöðu allra okkar helstu ráðamanna og embættismanna fyrir og eftir hrun, þar á meðal persónulega reikninga Geirs Haarde, í tengslum við gerð Rannsóknarskýrslu Alþingis.

Hvað varðandi fjárhagsstöðu okkar helstu ráðamanna þvolir ekki dagsljósið næstu 90 árin?

Eiríkur (IP-tala skráð) 18.1.2011 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 828286

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband