Skrípaleikrit VG heldur áfram. Ásmundur Einar sendir varamann á fund Fjárlaganefndar.

Það er hreint ótrúlegt hversu skrípaleikrit Vinstri grænna getur gengið lengi. Nýjasti þátturinn er helgaður Ásmundi Einari, bónda og þingmanni VG. Margir töldu að heilmikið væri spunnið í þennan unga þingmann og hann væri að berjast samkvæmt sinni eigin sannfæringu. Margir hafa örugglega trúað því að hann meinti eitthvað með andstöðu sinni við Fjárlagafrumvarp Vinstri stjórnarinnar.

Nú kemur í ljós, að þetta er bara einn þátturinn í skrípaleik Vinstri grænna. Við afgreiðslu fjárlaganna í gærkvöldi sendi Ásmundur Einar varamann sinn á fundinn. Þannig gat meirihluti Vinstri stjórnarinnar staðið að afgreiðslu fjárlagafrumvarpsins.

Þetta sannar rækilega að gagnrýni Ásmundar er ansi ódýr ogt hrein sýndarmennska. Þetta handrit af skrípaleiknum er allt geirnelgt og fyrirfram ákveðið til a friða ákveðinn hóp innan vinstri grænna.

Fólk hlýtur að hafa skömm á sýndarmennsku Ásmundar Einars Daðasonar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 33
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband