Sjálfstæðisflokkurinn og auðir í mikilli sókn.

Nýjasta skoðunakönnunin sem birtist í dag í Fréttablaðinu er að mörgu leyti athyglisverð. Það sýnir sig að Sjálfstæðisflokkurinn er virkilega að ná áttum og auka við fylgi sitt.Reyndar finnst mér ótrúlegt hvað margir virðast enn treysta Samfylkingunni. Af einhverjum ástæðum virðist Hreyfingin vera að þurrkast út.

Reyndar hlýtur það að vera umhugsunarefni fyrir alla gömlu flokkana að um helmingur kjósenda vill ekki gefa upp afstöðu eða ætlar hreinlega ekki að taka þátt. Þessi stóra prósenta vekur upp þá spurningu hvort nýtt afl eigi möguleika á að bjóða fram næst. Reyndar er reynslan af Besta flokknum þannig að svoleiðis framboð er ekki líklegt til að fá fylgi.

Miðað við þessa skoðanakönnun á Sjálfstæðisflokkurinn mestu möguleikana til að ná enn frekar til kjósenda með sínum málflutningi.

Athyglisvert er einnig að sjá skoðanakönnun Bylgjunnar um Reykjavík. Samkvæmt þeirri niðurstöðu næði Sjálfstæðisflokkurinn hreinum meirihluta með 52% fylgi.

Hanna Birna hefur mikla tiltrú og er örugglega efni í framtíðarleitoga Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Fylgi Sjálfstæðisflokks eykst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"helmingur kjósenda vill ekki gefa upp afstöðu eða ætlar hreinlega ekki að taka þátt."

Það er ekkert skrítið, fólk með sjálfstæða hugsun vill ekkert með hafa með þennan fjórflokksviðbjóð að gera.

"Þessi stóra prósenta vekur upp þá spurningu hvort nýtt afl eigi möguleika á að bjóða fram næst."

Alveg klárlega, og af þeirri ástæðu einni mun áðurnefndur viðbjóður sameinast um að ekki verði kosningar í bráð.

"Reyndar er reynslan af Besta flokknum þannig að svoleiðis framboð er ekki líklegt til að fá fylgi."

Þetta kjaftæði heitir að stinga hausnum í sandinn - neita að horfast í augu við raunveruleikann!

Haraldur Rafn Ingvason, 21.1.2011 kl. 16:58

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Hvað með menn með skoðun og afl til að standa á því sem rett er ?

Erla Magna Alexandersdóttir, 21.1.2011 kl. 20:36

3 identicon

Haraldur, þá eitthvað í líkingu við "Besta flokkinn" ??????'

ef svo er þá hjálpi okkur góður Guð! 

Gudmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 21.1.2011 kl. 22:47

4 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Ef helmingurinn gefur ekki upp afstöðu sína er kannski eðlilegra að draga þá ályktun að Sjálfstæðisflokkurinn hafi 26% fylgi en ekki 52%....! Og það verður ekki sátt um neinn fjórflokkanna fyrr en þeir hafa hreinsað út þá sem tóku ríkastan þátt í græðgisæðingunni. Þeir einu sem taka eitthvert mark á Alþingi eru kannski bara þeir sem þar sitja.... Heldur sorgleg staða meðan svo er....!

Ómar Bjarki Smárason, 21.1.2011 kl. 23:37

5 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Ætli "auðir" stjórni ekki betur en þessi stjórn?

Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2011 kl. 11:45

6 Smámynd: Haraldur Rafn Ingvason

"Ætli "auðir" stjórni ekki betur en þessi stjórn?"

Alveg örugglega!

Haraldur Rafn Ingvason, 22.1.2011 kl. 14:17

7 Smámynd: Björn Jónsson

Sigurður I B.

Áttirðu ekki við að "sauðir" stjórni betur en núsitjandi stjórn ?

Björn Jónsson, 22.1.2011 kl. 18:43

8 Smámynd: Sigurður I B Guðmundsson

Þetta átti að vera "dauðir" stjórna betur en þessi strjórn.

Sigurður I B Guðmundsson, 22.1.2011 kl. 20:06

9 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Auðvisarnir sýndu okkur alla vega fram á að landinu verður ekki með "auði" stjórnað.... en kannski fáum við "Auð-vita" flokkinn fyrir næstu kosningar....?

Ómar Bjarki Smárason, 23.1.2011 kl. 11:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 8
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 828294

Annað

  • Innlit í dag: 8
  • Innlit sl. viku: 36
  • Gestir í dag: 8
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband