Seðlabankastjóri Englands sagði Íslendinga ekki þurfa að greiða Icesave.

Í viðtali við blaðið Frjálsa verslun segir Davíð Oddsson,fyrrverandi banlastjóri Seðlabankans,að hann hafi átt samtal á sínum tíma við Seðlabankastjóra Englands. Í viðtalinu komi fram að Englandsbankastjórinn sagði að hann gerði sér grein fyrir að Íslendingar ættu ekki að greiða vegna Icesave. Davíð segir að upptaka sé til af þessu samtali.

Framundan er á Alþingi að taka til umræðu nýjustu samningsdrög vegna Icesave. Miðað við upplýsingar Davíðs liggur það alveg á tæru að spila verður þessa upptöku fyrir þingmenn. Það liggur fyrir að Seðlabankastjóri Englands gefur það út að Íslendingar eigi ekki að greiða,hvers vegna ættu þáÍslendingar að keppast við að greiða.

Það kemur manni á óvart að Fréttastofa RUV og Stöð 2 nú eða Fréttablaðið hafi lítið sem ekkert fjallað um þetta.

Fari svo að Steingrímur J. og Jóhanna ætli að pína enn einn Icesave samninginn gegtnum þingið er það alveg ljóst að vísa verður slíkum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Þjóðin mun aldrei sætta sig við annað en að fá að hafa lokaorðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Og hvað sem nú Englandsbankastjóra líður hefur það verið alveg á tæru lengi að engin ríkisábyrgð er á ICESAVE, Sigurður.  Og mun aldrei verða. 

Elle_, 23.1.2011 kl. 23:58

2 identicon

í fréttum hefur komið fram  , nú síðast í morgun að seðlabankastjóri bretlands þvertaki fyrir þessi orð og skilji ekki hvað Dabbi er að fara með þessum orðum , og kannski er dabbi enn og aftur að reyna að endurskrifa söguna og koma sínum rassi undan.

Skora á hann að birta þessa upptöku , að öðrum kosti hefur hann enn og aftur opinberað sig sem bullukoll.

Jón Ágúst (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 08:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 3
  • Sl. sólarhring: 11
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 828298

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband