Hvor segir satt Davíð eða King?

Morgunblaðið greinir frá því í dag að Mervin King bankastjóri Englandsbanka segist aldrei hafa sagt að Íslendingar myndu ekki þurfa að greiða Icesave. Þetta gengur þvert á það sem Davíð Oddsson,fv.Seðlabankastjóri heldur fram. Davíð segir að upptaka sé til þar sem King segi að Íslendingar þurfi ekki að borga.

Það hlýtur að vera óskup  eonfalt að komast að hinu sanna í þessu máli með því að spila upptökuna.

Satt best að segja veit ég ekki hvers vegna í óskupunum ætti Davíð  að halda því fram að King hafi sagt þetta ef það er ekki rétt. Ég trúi því ekki að Davíð gefi út svona yfirlýsingu ef hún er ekki rétt.

Orð Kings bankastjóra eru nefnilega gífurlega þungur punktur í þessu Icesave máli. Það er því algjörlega nauðsynlegt að þessi upptaka verði gerð opinber til að hið sanna komi í ljós.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Ef þessi upptaka er  honum aðgengileg , þá er ég viss um að hann leggur hana fram. Hann er ekki vanur að láta valtra yfir sig án þess að verja sig!!!

Eyjólfur G Svavarsson, 24.1.2011 kl. 12:33

2 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Við eigum skýlausa kröfu á því að fá að heyra þessa upptöku, allir landsmenn.  Davíð hefur aldrei logið að þjóðinni og ég er sannfærður um að svo er ekki heldur að þessu sinni.

Birta upptökuna strax, takk fyrir !!

Sigurður Sigurðsson, 24.1.2011 kl. 13:37

3 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Núna væri flott að gera lekabytturnar hans Assange út af örkinni til að stela upptökunni. Það væri alveg í takt við tísku samtímans :-)

Flosi Kristjánsson, 24.1.2011 kl. 15:15

4 Smámynd: Jón Ríkharðsson

Ég er sammála þér Sigurður, það er nauðsynlegt að þessi upptaka komi fram til að hið danna komi fram í þessu máli.

Sjálfur yrði ég mjög hissa ef kæmi í ljós að Davíð segði ósatt, það hefur ekki verið hans háttur hingað til.

Jón Ríkharðsson, 24.1.2011 kl. 17:31

5 Smámynd: Björn Emilsson

Þess má minnast úr þorskastríðinu að fréttir BBC voru ekki alltaf sannleikanum samkvæmt.

Björn Emilsson, 24.1.2011 kl. 18:29

6 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Kannski ru báðir að segja satt, já eða ósatt. Bara þeirra túlkun á orðum hins. Skil bara ekkert í mönnum að hafa ekki spilað þetta fyrir þjóðina. Í rauner það úraf fyrir sig glæpur að hafa ekki spilað þessa uptöku. Einmitt Björn Emilsson og íslenskar fréttir eru alltaf sannleikanum samkvæmt? Við hljótum að fá að heyra þetta. Báðir aðilar hljóta að vilja hreinsa orðspor sitt.

Gísli Foster Hjartarson, 24.1.2011 kl. 20:27

7 identicon

Ég er nú bara svo vitlaus, en ég man þá tíð, þegar stórmál voru í gangi á Íslandi, og þessi títtnefndi Davið var forsætisráðherra, þá var hann erlendis í fríi?, eða getur einhver leiðrétt mig?

sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 20:30

8 identicon

Davíð kom, tiltölulega óþekktur inní íslenska pólitík, sem borgarstjóri uppúr 1980, þvílíkar og andskotans breytingar sem orðið hafa á íslensku mannlífi, þjóðlífi, siðferði og eftir því, og eftir hans innkomu, spilling, sem að ég held á sér enga hliðstæðu, í svokölluðu vestrænu þjóðfélagi, höfum við enn ekki séð fyrir endann á.

sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 20:43

9 identicon

Ætli sé nokkur hætta á því að Davíð tapi svefni, hvort heldur sem er.

sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 20:46

10 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Mervin King hefur viðurkennt að hann sagði þetta, en er ósáttur við að Davíð skyldi hafa tekið samtalið upp! Sagðist ekki hafa vitað af því og taldi sig því getað logið!

Gunnar Heiðarsson, 24.1.2011 kl. 20:58

11 identicon

Davíð lagði grunninn strax uppúr 1980, með gjöf Bæjarútgerðar Reykjavíkur til fallít, Ísbjarnarins, þarna og nákvæmlega þarna, byrjaði bullið? Eftirá fylgdi síðan síldarverksmiðjur ríkisins o.s.frs.

sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:11

12 identicon

Og svo við höldum lítillega áfram Síminn, Íslenskir aðaleverktaka og. svo. og nú er komið fram nýjasta örgerpi Engeyjarfjölskyldunnar, Bjarni Benediktsson, og óskar eftir umboði þjóðarinnar, á maður að æla, eða hvað?

sir Humpfree (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 21:15

13 identicon

Sir Humpfree,hefir mikið til síns máls að segja, heyr  heyr.

Númi (IP-tala skráð) 24.1.2011 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband