Áramóta Jóhanna og janúar Jóhanna.

Um áramótin flutti Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra þjóðinni ávarp sitt. Jóhanna var í ávarpi sínu góðmennskan uppmáluð. Jóhanna lagði áherslu á að nú þyrftu þingmenn að hætta þessu eilífa þrasi og vinna saman að lausn mála. Jóhanna var blíð og ljúf á sjónvarpsskjánum og meira að segja sást móta fyrir brosio á andliti hennar til þjóðarinnar. Margir hafa eflasut sagt, já nú ætlar Jóhanna að breyta um vinnuaðferðir og sýna í verki sáttavilja sinn og taka upp umburðarlyndi gagnvart öðrum skoðunum en sínum eigin. Bjartari tímar framundan.

En ekki reyndist þetta nema innihaldslaust pólitísk sýndarmennska hjá Jóhönnu. Eftir að Hæstiréttur felldi sinn dóm´varðandi Stjórnlagaþingið birtist janúar Jóhanna. Á Alþingi fór ún hamförum. Samanbitnar varir af reiði og augun gneistuðu þegar hún hrópaði alls konar yfirlýsingar um vonda íhaldið.

Þarna var þá Jóhanna komin aftur. Forsíðumyndin af Jóhönnu í Morgunblaðinu í gær segir meira en mörg orð.

Já, það má segja að nú í janúarlok hafi Jóhanna aftur sýnt þjóðinni sitt rétta andlit. Á meðan hún er í forystu ríkisstjórnar mun þrasið halda áfram fyrir hennar tilverknað. Eins mun klúðrið og vandræðagangur Vinstri stjórnarinnar halda áfram.


mbl.is Enn óvissa um stjórnlagaþingið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband