3.2.2011 | 14:11
Að sjálfsögðu á þjóðin að afgreiða Icesave.
Í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave, sem Steingrímur J.og Jóhanna ætluðu að þröngva upp á þjóðina var samningurinn kolfelldur. Ágætis þátttaka var í atkvæðagreiðslunni og 98% kjósenda sögðu nei við samningnum.
Nú eru flestir á þeirri skoðun að nýjustu samningsdrög séu mun hagstæðari heldur en þau sem áður lágu fyrir. En það eru líka margir sem telja það alrangt að almenningur á Íslandi eigi að borga skuldir sem einkabanki er ábyrgur fyrir.
Að sjálfsögðu geta menn þá skoðun að það þjóni betur hagsmunum þjóðarinnar að semja núna.
Aðalatriðið er að þjóðin fái að taka afstöðu í lýðræðislegum kosningum um hvort sé rétt a segja já eða nei. Þjóðinni er fullkomlega treystandi til að meta kosti og galla. Þjóðin sagði nei við síðasta samningi og á því að fá að ráða hvort þessi nýjasti verði samþykktur eða felldur.
Það eru því mistök hjá Meirihluta þingflokks Sjálfstæðisflokksins að taka þessa afstöðu að þingið eigi að samþykkja. Það eina rökrétta hjá Sjálfstæðisflokknum er að koma með tillögu um að samningnum verði vísað í þjóðaratkvæðagreiðslu. Í kynningu er hægt að draga upp kosti og galla.
Það er ekki nóg að tala um það á hátíðisdögum að auka áhrif almennings í ákvörðunatöku,en meina svo ekkert með því.
Hér er tækifærið að kjósendur fái að kveða upp sinn dóm. Vona að Sjálfstæðisflokkurinn komi með þá tillögu að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu í stað þess ala á sundrungu meðal stuðningsmanna.
Meiriháttar pólitísk mistök | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sammála Siggi!
Óskar Sigurðsson, 3.2.2011 kl. 21:55
Það mátti alveg skilja á Bjarna Ben. í Kastljósviðtalinu í kvöld, að hann er ekki á þeim buxunum að leyfa þjóðinni að kjósa um ólögvörðu Icesave-áþjánina. Það er eins gott að menn gangi ekki auðblekktir hér til leiks: verum þess fullvitandi, að nú er við þríhöfða þurs að eiga – að kraftur andstöðunnar og afl áskorana til forseta Íslands þurfa því að vera enn meiri en ella, þegar við blasir, að mestöll stjórnmálastétt landsins, að tveimur flokkum undanskildum, hefur munztrað sig í Bretavinnu og gerzt ofurgleymin á réttindi landsins.
Jón Valur Jensson, 3.2.2011 kl. 23:43
Já Sigurður nú er aumt í koti ykkar Sjálfstæðismanna. Trúðir þú því uppá þennan fína jakkafataklædda mann í Armani fötunum sínum að hann mundi samþykkja Icesave ógeðið.? Nei sennilegast kom hann aftan að stórum hluta flokksfélagana sinn og gerir hann þá nákvæmlega það sama og Steingrímur J gerði gagnvart flokkssystkinum sínum með ESB,helvítið. Bjarni og Steingrímur eiga þetta sameiginlegt;;svikarar;; og ekkert annað. Það er nóg að horfa í flóttaleg augu hans Bjarna Ben og lesa úr þeim að hann er að ljúga , og við vitum að LÍÚ gengið stendur á bak við viðsnúning hans,Bjarni Viðsnúningur Vafningur Benediktsson er orðin einsog Steingrímur og Jóhanna,stjórnað af glæpaöflum.
Númi (IP-tala skráð) 3.2.2011 kl. 23:55
Hvernig er það, var ekki þjóðin búin að segja NEI gagnvart þessu ICESAVE í þjóðaratkvæðagreiðslu,er þettað ekki þá ólöglegt að halda þessu ICESAVE til streytu,hjá ríkisstjórninni.?
Númi (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 00:01
Það vita allir að Icesave-frumvarpinu yrði hafnað færi það aftur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það yrði afar slæmt fyrir þjóðina því auðvitað hugsar hinn almenni kjósandi bara um skammtímahagsmuni en ekki þá langtímahagsmuni sem Bjarni Ben og þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hafa nú komið auga á og sjá að vega margfallt meira.
Ég tek hatt minn ofan fyrir fádæma hugrekki Bjarna og þeirra Sjálfstæðismanna á þingi sem fylgja honum að málum að láta sína eigin sannfæringu vega meira en flokksviljann í þessu máli.
Gunngeir (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 01:17
Vesalings Gunngeir, að tala hér um "fádæma hugrekki Bjarna og þeirra Sjálfstæðismanna á þingi sem fylgja honum að málum að láta sína eigin sannfæringu vega meira en flokksviljann í þessu máli," en gleymir þar að hugsa til hugrekkis Unnar Brár Konráðsdóttur, sem ein í þingflokknum greiddi atkvæði gegn vilja Valhallarforystunnar. Birgir Ármannsson, Sigurður Kári, Pétur Blöndal og e.t.v. fleiri greiða vonandi atkvæði gegn lokaafgreiðslunni, og það kalla ég líka hugrekki.
Bjarni ætti að hugsa um langtímahagsmuni bæði þjóðarinnar og annarra þjóða. Málið allt er kolólöglegt, vextirnir m.a. í þokkabót (þrefalt hærri en Bretum ætti að leyfast skv. EES-jafnræðisreglum vegna eigin lána ríkissjóðs þar til bankatryggingakerfisins þar, jafnvel þótt um lögvarða, eðlilega skuld væri að ræða, sem hér er EKKI um að ræða.
En Bjarni er kannski að hugsa um ímyndaða hagsmuni LÍÚ, skefldur við pappírstígrisdýr gargandi Jóhönnu með sín Pótemkíntjöld yfir herskáa stefnu gegn kvótanum – hún sem sveik kosningastefnu sína í því máli strax haustið 2009 og aftur haustið 2010. Það er ekkert að marka þá konu, hefur verið staðin að því að skrökva í embætti, og þarna á þetta einungis að þjóna að því að koma yfir okkur ísklafanum, sem drægi þrótt úr þjóðinni, og greiða leiðina fyrir Samfylkinguna að koma okkur inn í okkur fjandsamlegt Evrópusamband.
Jón Valur Jensson, 4.2.2011 kl. 09:13
Mér finnst Bjarni Ben sýna með þessari ákvörðun sinni að hann þorir. Þessi ákvörðun Bjarna er sú eina rétta til að hægt sé að flýta fyrir þeim efnahagsumbótum og uppbyggingu nýrra atvinnutækifæra í landinu sem Sjálfstæðismenn hafa verið að kalla hástöfum eftir.
Þeir sem láta hvað hæst í dag út í Bjarna ættu að hafa alvarlegt atvinnuástand hér á Suðurnesjum í huga. Pólitík er ekki bara að berja á pólitískum andstæðingum heldur líka að skilja hvenær samvinna er nauðsynleg.
Kristján Pálsson (IP-tala skráð) 4.2.2011 kl. 13:35
Mér finnst Bjarni sýna mikinn kjark og mikla ábyrgð. En það hlýtur að vera óþolandi fyrir núverandi forystu flokksins að sitja uppi með aftursætisbílstjóra eins og Davíð og Styrmi, sem sífellt reyna að kippa í stýrið.
Svavar Bjarnason, 4.2.2011 kl. 20:35
Viljið þið ekki bara fá Bjarna Ben í Samfylkinguna. eða Vinstri græna Svavar, Kristján og Gunngeir? Blessaðir hirðið hann, feginn verð ég.
Þórólfur Ingvarsson, 5.2.2011 kl. 00:17
Sæll.
Ég var lengi vel sammála Bjarna með að best væri að semja, sérstaklega þar sem við semjum í mjög sterkri stöðu því allur réttur er okkar megin. Nú vil ég hins vegar ekki semja því ég er búinn að fá meira en nóg af yfirgangi Breta og Hollendinga.
Ég held að réttast sé að einungis stuðningsmenn Sf greiði þessar 50-250 milljarða því ekki vil ég greiða löglausar kröfur. Við skulum líka hafa í huga það sem Steingrímur og fleiri sögðu áður en reikningurinn sem Svavar kom með var felldur: Engin þeirra dómsdagsspáa hefur ræst og hvers vegna ættum við því að hlusta núna? Það er ekki ábyrgð að láta skattgreiðendur borga skuldir einkafyrirtækis, mikið rosalega gengur Sf fólki illa að skilja það. Ein af lexíum hrunsins er sú að borga þarf skuldir og það Svavar og fleiri virðast illa átta sig á því.
Ég er orðinn ferlega þreyttur á því hve linir þingmenn Sjallanna eru og tek því undir orð Þórólfs. Það gengur ekki að leyfa vinstri mönnum að fullyrða að hrunið sé Sjöllunum að kenna þegar það er alrangt án þess að svara fullum hálsi. Enda sýna þessir aðilar núna að þeir hafa engan skilning á efnahagsmálum þar sem ekkert er að gerast á þeim vígstöðvum. Um leið og stjórnarliðar opna munninn gefa þeir á sér höggstað en Sjallarnir gera ekkert með það? Gott dæmi um það er þegar Steingrímur sagði í fyrra að hagvöxtur væri hér þegar í reynd samdráttur var. Laug maðurinn eða vissi hann ekki betur?
Helgi (IP-tala skráð) 5.2.2011 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.