Hvað gerir ríkisstjórnin sem kallar sig velferðarstjórn nú?

Þegar þessar tölumið um neysluviðmið verður krafan um 200 þús.króna lágmarkslaun ekki bara sanngjörn heldur allt of lág. Hvað með lágmarksframfærslu sveitarfélaga? Sveitarfélögin hljóta að þurfa endurskoða sína viðmiðunarkvarða í framhaldinu.

Hvað með atvinnuleysisbætur? Varla getur það gengið áfram að þær séu 150 þús. á mánuði.

Ætlar Vinstri stjórnin að halda því fram að hægt sé að auka skattpíningu og þjónustugjöld enn frekar.

Hvernig getur fólk með lágmarkslaun hreinlega lifað miðað við upphæðina um neysluviðmið.

Vinstri stjórnin getur allavega ekki kallað sig velferðarstjórn miðað við þau kjör sem margt fólk verður að þola.

Þessi niðurstaða um neysluviðmið hlýtur að hafa gifurleg áhrif á þær kjaraviðræður sem eru framundan.


mbl.is Viðmið einstaklings 292 þús
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já nafni

Það hefur verið vitlaust gefið mjög lengi og þú ættir að spyrja þá flokksfélaga þína Vilhjálm Egils og Arnar Sigmunds hvað þeir ætla að gera? Er íslenskir atvinnurekendur svo miklir eiginhagsmunaseggir að þeir vilja semja um lágmarkslaun 30% undir neysluviðmiðum meðan þeir ætla sjálfum sér 7 föld neysluviðmið til að eiga feita sjóði þegar þeir fara á eftirlaun.

Ja ég bara spyr nafni, þú ert nú réttsýnn sjálfstæur maður hvað finnts þér?

kveðja

Sigurður Haraldsson

Sigurður Haraldsson (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 18:52

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Þessar tölur sem eru nú birtar þurfa ekki að koma á óvar varðandi neysluna. Svo detur mönnum í hug að birta einhvern grunn þar sem ekki er gert ráð fyrir húnæði eða kostnaði við rekstur bíls. Ætli höfðingjarnir sem eru með 7 földu launin myndu sætta sig við að sofa í tjaldi og ráfa um á sokkalestunum. Það er ekki nóg með að leiðrétta verði lægstu launin heldur þurfa meðallaunin einnig að hækka.´Já, ég vil trúa því að hægt sé að bæta kjörin. Einu sinni var kjörorð Sjálfstæðisflokksins, stétt með stétt. Eftir því á að vinna.

Kveðja til þín nafni.

Sigurður Jónsson, 7.2.2011 kl. 21:58

3 identicon

Það er nú gert ráð fyrir skóm í grunnviðmiðinu.

Velferðarstjórnin gerir ekkert, ekkert frekar en þínir menn í D myndu gera.

Páll (IP-tala skráð) 8.2.2011 kl. 09:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828279

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband