Tengja á laun bræðslumanna og fiskvinnslufólks við markaðsverð.

Finnst einhverjum undarlegt að starfsfólk í Fiskimjölsverksmiðjunum vilji fá aukinn hlut vegna hææaðs verðs á útflutningsvörunni. Auðvitað er eðlilegt að starfsfólkið fá að njóta hækkandi verðs og hvernig staða á krónunni er nú. Það getur ekki verið eðlilegt að atvinnurekandinn fái einn að njóta þess ávinnings.

Nú segja sumir að ekki sé hægt að hækka launin hjá svo litlum hóp fólks. Reyndar verða þess rök hálf hlægileg þegar haft er í huga að forsvarsmenn atvinnurekenda hafa oft rökstutt hækkanir til þeirra sem háu launin hafa að það sé svo lítill hópur.

Auðvitað er eðlilegast að verulegur hluti launa starfsfólks í Fiskimjölsverksmiðjum og fiskvinnslu sé tengd við markaðsverð. Þessar starfsstéttir myndu þá njóta hagstæðara verðs eins og nú er,en þyrftu að sætta sig við lakari kjör ef markaðsverð lækkar.

Hluti kjara sjómanna er tengdur fiskverðinu og auðvitað á það sama að gilda fyrir fólk í bræðslunum og fiskvinnslufyrirtækjunum.


mbl.is Vinnustöðvun samþykkt í Eyjum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Auðvitað á launafólk að njóta þessa eins og sjómenn hafa gert og ekki er að sjá að bætt kjör sjómanna vegna hærra fiskverðs eð veikingar krónunnar hafi sett þjóðfélagið á hausinn.

Þórólfur Ingvarsson, 7.2.2011 kl. 22:34

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Ég er svo sammála þér Sigurður.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 7.2.2011 kl. 22:43

3 identicon

Já þetta er kannski ekki svo vitlaust svona fljótt á litið að tengja laun fiskverkafólks við markaðsverð. Það gæti gert það að verkum að laða til sín starfsfólk. En þetta er svolítið hættulegt þó, því verðin geta breyst með einu pennastriki og þá eru laun þeirra farin í vaskinn. Þó mætti hafa hluta kaups sem fasta og svo markaðsverð ofan á þau. En það gæti verið hætt við því að fiskvinnslustöðvar myndu falsa afurðaverðið og lækka þannig launakostnað fiskvinnslufólksins og stinga gróðanum í vasann. Sjómenn hafa lent í því að útgerðir hafa með þeim hætti stolið af þeim laununum.

...Með þessa kjaradeilu bræðslumanna þá veit ég ekki hvað þeir eru með í laun en að fara fram á tæp 30% launahækkun (ef ég man rétt) er svolítið hart. Ráðlegra hefði verið að biðja um örlítið bættari kjör þá kannski 10-15% og mjatla þetta í rólegheitunum. Það vill nefnilega oft brenna við að þeir sem fara fram með offorsi fá það yfirleitt í bakið seinna meir. Því miður.

Birkir (IP-tala skráð) 7.2.2011 kl. 23:13

4 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

eflaust rétt hjá þér Sigurður - en ef af verður - verður þá ekki vinnsla flutt erlendis enn meira en nú er ?

hvað er verðfall verður ...... taka menn skerðinguna ?

Jón Snæbjörnsson, 8.2.2011 kl. 08:21

5 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Jón Snæbjörnsson, ef verðfall hefur orðið á sjáfarafurðum þá hafa sjómenn þurft að taka á sig launaskerðingar og það hefur gengið átakalaust fyrir sig.

Sjálfur hef ég verið á sjó í 40 ár á umliðnum 50 árum, hætti fyrir réttu ári, og þekki það frá þeim árum að lifa við döpur og góð ár í launum, hef ekkert um það að segja þannig er þetta bara

Þórólfur Ingvarsson, 8.2.2011 kl. 21:16

6 Smámynd: Jón Snæbjörnsson

rétt hjá þér Þórólfur við þekkjum þetta af sjónum og varala nokkrum manni bjóðandi þegar til lengdar er litið - en nú er það landvinnslan sætta þeir sig við skerðingu tengda td gengi krónu

Jón Snæbjörnsson, 9.2.2011 kl. 16:13

7 Smámynd: Þórólfur Ingvarsson

Þessu hefur verið líkt við happadrætti og menn verða að sætta sig við það, að spila eftir því, taka við hagnaðinum þegar þannig árar og sætta sig við tap og skerðingu þegar svo ber undir.

Þórólfur Ingvarsson, 9.2.2011 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband