Frekar töpum við milljörðum heldur en hækka launin. Er eitthvað vit í þessari stefnu?

Það er alveg stórundarlegt viðhorf atvinnurekenda að ekki megi hækka launin sem tengd eru sjávarútvegi meira en annarra stétta. Nú er það staðreynd að fiskveiðar og fiskvinnsla hafa gefið meira af sér en oftast áður. Hátt verð er á mörkuðum og staða krónunnar er þannig að hún skilar þessum greinum meira en áður.

Hvers vegna mega launþegar ekki njóta þessa?

Auðvitað standa atvinnugreinar misjafnlega og sumar þola ekki miklar launahækkanir eins og stendur. Hvað gerðist þegar allt var á fullu í byggingariðnaðinum. Iðnaðarmenn voru yfirborgaðir.

Hva gerðist í viðskiptalífinu þegar allt var á fullu. Fólk var yfirborghað.

Það virðist alltaf vera sama sagan, þegar kemur að fiskvinnslu á hvaða stigi sem það er, þá er alveg skelfilegt ef hækka á launin. Það er látið líta þannig út að ef hinn óbrfeytti launþegi í fislvinnslu, hvort sem það er í frystingu eða bræðslu fái hærri laun þá fari allt þjóðfélagið yfrum.

Þessi stefna gengur ekki. Það verðurf að borga fólki sem vinnur í þessari undirstöðuatvinnugrein okkar þokkaleg laun. Það hlýtur að vera réttlætanlegt að þessir starfsmenn fái meiri launahækkanir en aðrar stéttir vegna þess hversu gott ástandið er í sjávarútvegi og fiskvinnslu um þessar mundir.


mbl.is Fá ekki meiri hækkanir en aðrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 20
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband