Ætlar Ólafur Ragnar að bjóða sig fram enn eitt tímabilið?

Ég hlustaði á ítarlegt viðtal við Ólaf Ragnar,forseta,í Sifri Egils í gær. Margt athyglisvert kom fram í viðtalinu. Eitt vakti sérstaka athygli að Ólafur Ragnar var ekki tilbúinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að hætta eftir sitt fjórða kjörtímabil. Hann er sem sagt að íhuga að bjóða sog fram fimmta kjörtímabilið.

Nú hlýtur það að vera nauðsynlegt að yfirlýsing berist mjög fljótlega frá Ólafi Ragnar hvort hann hyggst fara ram eða ekki. Ætli hann ekki fram þurfa menn tíma til að kokka sig saman um að finna frambjóðendur.

Miðað við það sem Ólafur Ragnar sagði í gær finnst manni þó alveg eins líklegt að hann ætli sér að slá öll met og sitja sem forseti ín 20 ár.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Það ætla ég að vona að forseti vor Ólafur Ragnar Grímsson geri.

Benedikta E, 14.2.2011 kl. 14:22

2 identicon

Ég vona það. Ég skil að það fylgi þessu starfi skuggahliðar, en það finnst einfaldlega ekki betri, þjóðhollari og lýðræðissinnaðri maður þarna úti, sem einnig hefur sannað hver hann er með jafn afgerandi hætti, fyrir Íslandi, heiminum og mannkynssögunni. Ef Ólafur stoppar Icesave III, þá ætla ég að vona að hann sitji sem fastast. Þá er endanlega sannað að þarna fer einn mesti fjársjóður mannkynssögunnar og einn sannasti leiðtogi sinna hugsjóna. Heill forseta vorum!

Áfram Ólafur! (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 14:50

3 identicon

Ég ætla bara rétt að vona að hann geri það, það er nógu dýrt að borga með einum hvað þá þremur!

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 16:29

4 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það vona ég svo sannarlega Sigurður!! Þessi maður geislar af þjóðarást, og elskar lýðræði!!

Eyjólfur G Svavarsson, 14.2.2011 kl. 16:43

5 identicon

 Svo sannarlega er það ósk min og von !  Forsetinn er sannarlega sómi Islands ,sverð og skjöldur  eins og honum er ætlað  og hefur getað sýnt það virkilega  ! Og mörgum til skammar þau orð sem þeir hafa látið falla um Forsetann ! En það er eins og það se mörgum nauðsyn að stunda iþóttina  "ILLMÆLGI "  sem er synd á jafn fallegu landi  og góðu og við búum i .

ransý (IP-tala skráð) 14.2.2011 kl. 17:24

6 Smámynd: Bernharð Hjaltalín

Sæll Sigurður, Ólafur hefur verið okkar sverð og skjöldur, nú hafa margir þingmenn fallið í þá grifju að mæla með að borga icesave, það eru komin tæp tvö og halft ár frá hruniu við verðum að fara dómsstólaleiðina, annars fer ílla fyrir þjóðinni.

Bernharð Hjaltalín, 14.2.2011 kl. 17:33

7 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég mun kjósa hann og vil helst engan annan á þessu stigi málsins.

Valdimar Samúelsson, 14.2.2011 kl. 17:49

8 Smámynd: Elle_

Ólafur hefur eflt lýðræðið í landinu og undir ólýðræðislegu harðstjórninni sem er nú.  Hefðu fyrri forsetar mátt vinna eins og hann, okkar mesta stuðningsmanns innanlands sem utan.  Hann er friðelskur og hefur það vit sem sárlega vantar oft í stjórnmálamenn.   

Elle_, 14.2.2011 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 828345

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 25
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband