Vill Sjálfstæðisflokkurinn verða lítill flokkur?

Í dag mun verulega reyna á þingflokk Sjálfstæðisflokksins. Atkvæði verða greidd um nýjasta Icesave samninginn og miklar líkur á að hann verði samþykktur. Það sem skiptir mestu máli í atkvæðagreiðslunni í dag er hvernig atkvæði falla um að vísa málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er algjört lykilatriði að þjóðin fái að kveða upp sinn dóm hvort samþykkja eigi Icesave eða fella.

Sjálfstælðisflokkurinn verður hreinlega að samþykkja tillögu um að vísa málinu til afgreiðslu þjóðarinnar. Afstaða þingmanna til þjóðaratkvæðagreiðslu ræður miklu um framtíð flokksins. Það liggur alveg ljóst fyrir að mikill meirihluti þjóðarinnar telur eðlilegt að þjóðaratkvæðagreiðsla fari fram. Sífellt fjölgar þeim sem skrifa undir slíka áskorun.

Sjálfstæðisflokkurinn má ekki leyfa sér að ganga gegn vilja almennings. Hafni þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn þjóðaratkvæðagreiðslu mun það leiða til mikils fylgistaps.


mbl.is Skora á þingmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd:  Birgir Viðar Halldórsson

Siggi, ég get ekki verið meira sammála.

Birgir Viðar Halldórsson, 16.2.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Auðvitað á þetta að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu. Alþingi hefur ekki umboð til að senda óútfylltan víxil frá sér enda líklega brot á stjórnarskrá. Ískallt mat eða ekki þá er málið of stórt til þess að það fari ekki í þjóðaratkvæðagreiðslu.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 16.2.2011 kl. 11:39

3 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sammála Sigurður.

Vandamálið er bara að Bjarni Ben og fleiri þingmenn flokksins eru hugsanlega búnir að leika af sér í þessu máli með ótímabærum yfirlýsingum sínum.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 11:45

4 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það kom fram áhugaverður vinkill á þennan samning hjá Pétri Blöndal í nótt. Hann telur að ríkisstjórn hafi ekki heimild skv. Stjórnarskrá, að samþykkja þennan samning, þar sem ekki er vitað um endanlega upphæð á skuldbindingu ríkissins.  

Ég vona  að þingmenn fari nú ekki  að brjóta Stjórnarskrá Íslands.

Eggert Guðmundsson, 16.2.2011 kl. 11:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband