Hvað segir Vilhjálmur núna? Lítill hópur skapar fordæmi um launahækkanir.

Spennandi verður að heyra hvað Vilhjálmur Egilsson atvinnurekendapsotuli segir núna. Það var útilokað að hækka laun bræðslumanna umfram aðrar stéttir. Ekki verður um það deilt að mikið álag er á bræðslumönnum á meðan loðnan er unnin. Í augum Vilhjálms réttlætir það ekki launahækkun. Nú skapa opinberir aðilar fordæmi með því að hækka fámennan hóp verulega í launum.Viðbrögð ASÍ eru furðuleg. Auðvitað eiga Gylfi og hans fólk að fagna því að hægt sé að hækka laun svona hressilega. Kjararáð hefur gefið fordæmi að hækka verði laun verulega hjá almenningi. Aukið álag er hjá allmörgum stéttum ef ekki flestum og það hlýtur að réttlæta verulegar bætur.

Vilhjálmur sagði að það gengi ekki að fámennur hópur fólks fengi launahækkanir umfram aðra þá færi öll skriðan af stað. Samkvæmt því telur Vilhjálmur að þetta sé fordæmi fyrir mikilli launahækkun á vinnumarkaðnum.


mbl.is Forseti ASÍ gagnrýnir kjararáð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Sæl Sigurður.

Um vinnuálag í bræðsum verður ekki deilt, en þó hefur það ekkert aukist enda varla hægt þar sem menn vinna á fullu! Um dómara er annað að segja. Nú lítur út fyrir að þeir þurfi að fara að vinna meira og því skal hækka laun þeirra. Hvað hafa þeir þá verið að gera hingað til?

Bræðslumenn nota hins vegar önnur rök, þ.e. að afurðaverð hefi hækað um eða yfir 115% en laun um 0% á sama tíma. Þessi rök tekur Villi Egis ekki gild.

Ég fagna hins vegar þessari launahækkun dómara, þó þeir hafi svo sem haft ágætis laun fyrir. Þeir eru að fá þarna um eða yfir 12,5% launahækkun, eða sem svarar þeirri kjaraskerðingu sem launafólk hefur orðið fyrir vegna hrunsins. Þett er því ágætis viðmið fyrir launafólk að sækja!!

Auðvitað er ljóst að ekki eru öll fyrirtæki landsins í stakk búin til að hækka laun sem þessu nemur, en úr því ríkissjóður, sem rekinn er af lánsfé, getur þetta, er öðrum varla vorkun!

Gunnar Heiðarsson, 18.2.2011 kl. 14:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband