Fyrst hirti Landsbankinn peningana af almenningi og svo á sami almenningur að borga brúsann fyrir Landsbankann.

Alþingi hefur nú samþykkt að almenningur á Íslandi borgir skuldir sem einkabankinn Landsbankinn er ábyrgur fyrir. Alemmningur átti engan þátt í vitleysunni,sem eigendur Landsbankans stóðu að. Það veltur núna allt á forsetanum hvort hann vísar málinu til þjóðarinnar og verður samkvæmur sjálfum sér eða hvort hann stendur með Steingrími J. og Jóhönnu gegn þjóðinni.

Eigendur gamla Landsbankans fengu almenning til að kaupa hlutabréf í bankanujm. Landsbankinn plataði almenning til að leggja peninga á peningamarkaðsreikninga. Tugir þúsunda af venjulegu fólki töpuðu miklu. Nú vill Alþingi að þetta sama fólk borgi skuldirnar sem eigendur Landsbankans eru ábyrgir fyrir.

Þetta gengur ekki.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Rétt,rétt,rétt, Sigurður, við samt getum ekkert gert en haldið í vonina, ég trúi því ekki fyrr en á reynir að forseti vor segi NEi,NEI,NEI

Kristinn J (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:42

2 identicon

Hvað er almenningur? Eru til margar tegundir af þjóðerni?

Landbankinn hirti einnig peninga af breskum og hollenskum "almenningi".

Þeir eiga að fá bætur alveg eins og íslenskur almenningur, eða á að mismuna almennningi eftir þjóðerni?

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 19.2.2011 kl. 17:44

3 Smámynd: Ómar Bjarki Smárason

Er ekki hægt að gera þetta að frjálsu vali þannig að Steingrímur, Jóhanna, Svavar, Indriði Þ. og þeir alþingismenn sem sögðu, ásamt þeim hluta þjóðarinnar sem endilega vill boraga, fái að borga sinn hlut en við hin sem ekki teljum að við eigum að borga þetta borgum þá ekki þann hluta af því sem Jóhönnu, Steingrími og meirihluta alþingismanna finnst við eigum að borga. Með þessu móti fengju allir að gera upp þessi mál samkvæmt sinni sannfæringu og samvisku.

Ég fyrir mína parta hef meiri samúð með íslensku þjóðinni sem Landsbankamenn léku grátt (og ganga enn lausir þrátt fyrir sína miklu ábyrgð og góð laun og sposlur sem því  fylgdu) en gráðugum fjárfestum í Hollandi og Bretlandi sem tóku þá áhættu að leggja fé inn á hávaxtareikninga.

Nú man ég ekki betur en að fyrir einhverjum árum hafi menn verið dæmdir hér á landi fyrir að arðræna fólk með svipuðum hætti og Landsbankamenn gerðu, þ.e. að lofa góðri ávöxtun á fé sem síðan tapaðist.... Kannski að þær fjárhæðir hafi á sínum tíma verið svo smáar að dómskerfið komst fram úr þeim tölum sem þar var spilað með  en eigi eitthvða erfiðara með mál þegar fjárhæðirnar verða stærri.

En við verðum að treysta að forsetinn sé sjálfum sér samkvæmur og leyfi þjóðinni að kjósa um þetta mál öðru sinni. Ríkisstjórn og Alþingi er alla vega ekki treystandi fyrir málinu....

Ómar Bjarki Smárason, 19.2.2011 kl. 22:23

4 Smámynd: Elle_

Hvað þarf að útskýra oft og lengi fyrir Stefáni Júlíussyni að útlendingarnir voru með tryggingar, SKYLDUTRYGGINGAR bankans sem var með fasta starfsstöð í báðum löndum?  OG FENGU BÆTUR SAMKVÆMT LÖGUM.  Þú kemst ekkert upp með rugla endalaust um ICESAVE til þess eins að hjálpa ICESAVE-STJÓRNINNI og Katrínu JÚLÍUSDÓTTUR að pína kúgunina yfir æsku landsins.  Og enn skaltu líka vera að rugla að þvæla um mismunun eftir þjóðerni.  Það var engin mismunun og Stefán Már Stefánsson færði rök gegn þessari vitleysu fyrir löngu og það veistu.

Elle_, 20.2.2011 kl. 03:45

5 identicon

Elle: Þú ert svo frábær. Þú ættir að kynna þér málið betur og það án fordóma gagnvart útlendingum. Af hverju áttu Íslendingar bara að fá bætur? En svona eru nú margir Íslendinar, alltaf að setja sig í fyrsta sæti. Þess vegna er svona komið fyrir landinu.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 07:12

6 identicon

Já hann Stefán Ráðherrabróðir,er ansi djúpvitur og uppfullur af vitrum Samspillingarflokksins.

Númi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 11:54

7 identicon

Núna fyrir um tveim tímum þá lokaði Stefán Júlíusson,bróðir Katrínar ráðherra á færslur mínar inná sitt blogg og strokaði út það sem ég var búin að senda honum í morgun .Stefán var reyndar búin að benda mér á að hann mundi gera þetta en það er greinilegt að þessi djúpvitri drengur er líkur Samspillingarflokknum,að sannleikurinn er sár. Stefán býr í Þýskalandi öxulveldi Evrópusambandsins. Ég bendi fólki á að lesa blogg hans og þá sérstaklega 14 feb um Icesave. Í þeim pistli segir hann í lokin þetta.//Íslendingar þurfa ekki að borga  það  er Íslenska ríkið sem þarf að borga.// 

Hvaðan skyldi hann hafa þessa speki.?

Númi (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 14:44

8 Smámynd: Elle_

Ég er ALLS EKKI með neina fordóma gagnvart útlendingum og ljúgðu ekki, Stefán Júlíusson, bjó lengi erlendis í landi sem ég elska ekki minna en Ísland.  Og hef skoðað málið ofan í grunninn. 

Málið er að málflutningur þinn er hættulegur og skaðlegur gegn landi og þjóð.  Og kolrangur í ofanálag.  Og þýðir ekki einu sinni að benda þér á nein rök.  Prófaðu nú að hlusta á lagaprófessora og rök. 

Þú býrð úti í Evrópu og hefur gert ALLT í þínu auma valdi til að þröngva okkur inn í Evrópusambandshelsið og pína yfir okkur ICESAVE glæpinn.  Og kúgunin mundi ekki lenda á þínum börnum, heldur okkar. 

Við skuldum ekki glæpareikninginn og munum ALDREI borga rukkunina og kemur ekki til mála að það lendi á æsku landsins.  Og það fyrir glæpamenn.  

Og ég er sammála Núma. 

Elle_, 20.2.2011 kl. 15:58

9 identicon

Elle: Allt í lagi.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 20.2.2011 kl. 16:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828301

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband