Nýir frambjóðendur hljóta að geta boðið sig fram.

Nú er rætt um hvaða leið eigi að fara varðandi hið fyrirhugaða stjórnlagaþing í framhaldi af ógildingu fyrri kosningar. Ríkisstjórnin hefur leitað leiða og skipað nefnd, sem kannar hvort hægt sé að komast framhjá niðurstöðu úrskurðar Hæstaréttar með t.d. skipun nefndar sömu aðila og hlutu kosningi.

Þá er rætt um að kjósa samhliða kosningunni um Icesave. Rætt er um að´til stjórnlagaþings verði þá sömu aðilar í framboði og voru síðast. Það getur ekki staðist að þannig verði staðið að málum.

Kosning til stjórnlagaþings var dæmd ógild í heild sinni. Verði nýjar kosningar hlýtur að þurfa að byrja á byrjunbarreit. Auglýsa verður að nýju eftir frambjóðendum.Um nýjar kosningar verður að ræða, þar sem menn hljóta að eiga rétt á að bjóða sig fram, þótt þeir hafi ekki tekið þátt í kosningunni, sem dæmd var ógild.

Ætli ríkisstjórnin að standa þannig að verkum að eingöngu sömu frambjóðendur og síðast verði í framboði er næsta öruggt að þær kosningar verða einnig dæmdar ógildar. Það væri svo sem eftir öðru hjá þessari aumu Vinstri stjórn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 NÚ Á FORSETIN AÐ SKIPA  UTANÞINGSSTJÓRN.

Númi (IP-tala skráð) 22.2.2011 kl. 13:25

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Sammála

Birna Jensdóttir, 22.2.2011 kl. 17:32

3 Smámynd: Vendetta

Það er að mínu mati ekki góð hugmynd að kjósa til stjórnlagaþings á sama tíma og um IceSave. Það verður eitt stórt klúður. Það er hægt að kjósa um tvö eða jafnvel þrjú mál samtímis, eins og oft hefur verið gert í sveitarstjónarkosningum, en þá hefur það verið frekar einfaldar spurningar (já/nei við ákveðnum framkvæmdum) samhliða einföldum flokksslistum. Flókin kosning á meira en 500 frambjóðendum samhliða einfaldri Já/Nei spurningu um IceSave er uppskrift á hreinu rugli, IceSave-málið er allt of mikilvægt til að því verði klúðrað. Það getur verið að samhliða kosningar spari nokkra tugi milljóna, en það eru smámunir í samanburði við þá ríflega hundrað þúsund milljónir eða meira, sem gætu í bezta falli sparazt við að hafna IceSave III.

Annað í sambandi við stjórnlagaþingið:

  1. Það er engin þörf á því að bæta fleirum frambjóðendum á listann. Frekar mættu einhverjir draga framboð sitt til baka.
  2. Það þarf ekkert að flýta kosningum til stjórnlagaþingsins, það verður að vanda til verka í þetta sinn og frambjóðendur verða að hugsa sig betur um og setja fram skýrari markmið í staðinn fyrir eitthvað loðið og klisjukennt eins og síðast. Það tekur tíma.
  3. Núverandi ríkisstjórn er ekki treystandi til að meðhöndla tillögur frá stjórnlagaþinginu vegna annarlegs tilgangs (hidden agenda) með þinginu (auðvelda inngöngu í ESB og afnám synjunarréttar forseta). Þess vegna mun stjórnin velja úr það sem henni líkar og hafna öllu öðru og stjórnlagaþingmenn munu sitja eftir með sökina og tilfinninguna um að þeir hafi verið leiddir í gildru. Fyrst verða að fara fram alþingiskosningar, síðan stjórnlagaþingskosningar.

Vendetta, 23.2.2011 kl. 00:22

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Ég tel að það eigi að byrja aftur á byrjunni og gefa frambjóðendum meiri tíma að kynna sig og fólki að átta sig á frambjóðendum. Það sannaðist að það voru útsendarar ríkisstjórnarinnar í þessum hóp.

Valdimar Samúelsson, 23.2.2011 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband