Hvort trúum við Jóhönnu eða Ólafi Ragnari? Þarf að kaupa lygamæli til nota á Alþingi?

Hvers vegn í óskupunum ætti Ólafur Ragnar,forseti, að skálda það upp hjá sjálfum sér að ráðherrar hefðu hótað afsögn eða að ríkisstjórnin segði af sér skrifaði hann ekki undir Icesave lögin. Hvaða hagsmuni hefur forsetinn af því að ljúga því að alþjóð. Erfitt er að sjá það.

Margir þekkja skapofsa Jóhönnu Sigurðardóttur,forsætisráðherra. Nærtækast er að nefna dæmið þegar hún gjörsamlega missti sig eftir úrskurð Hæstaréttar um ógildingu kosninganna til stjórnlagaþingsins.

Það munu því eflaust margir leggja trúnað á að Jóhanna hafi hótað forsetanum í bræði sinni.

Eftir þessa sífelldu uppákomur og efasemdir um að Jóhanna sé að segja þinginu satt er nauðsynlegt að til viðbótar bjöllunni í ræðustól verði komið fyrir lygamæli. Það er alveg bráðnauðsynlegt tæki fyrir Alþingi. Reyndar er kannski líklegt að tækið myndi ofhitna þegar sumir ráðherrarnir væru að tala.


mbl.is Hótaði ekki forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það að Jóhanna segist ætla hætta, það getur varla talist hótun, umbun miklu frekar; Hún er jú einn hræðilegast stjórnmálamaður íslands EVAR

doctore (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 12:15

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Það er stórbrotið hvað Ólafur Ragnar er orðinn trúverðugur 0g heilagur hjá ykkur Hrunflokksmönnum..Eini maðurinn sem treystandi er..

Það fer að koma tími á að rifja upp skítkast ykkar á Ólaf og hvernig þið rifuð persónu hans niður á fáheyrðann subbulegann hátt fyrir svona eins og 2-3 árum..

hilmar jónsson, 24.2.2011 kl. 12:32

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Er ekki erfitt að vera svona hilmar? Þarftu ekki að fá aðstoð með eitthvað vandamál???

Óskar Arnórsson, 24.2.2011 kl. 12:37

4 Smámynd: Þórir Kjartansson

Það er auðvitað gráthlægilegt hvernig þessir hörðustu sjálfstæðismann elska orðið forsetann.  Hrifningin var ekki svona mikil þegar hann vísaði fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæði.  Já, pólitíkin gerir menn oft ótrúlega barnalega.

Þórir Kjartansson, 24.2.2011 kl. 12:57

5 Smámynd: Óskar Arnórsson

Flokkspólitík eru eins og sértrúarsöfnuðir sem eru endalaust að rífast um hver hefur rétt fyrir sér. Pólitík er oftast eins og hver önnur trúarbrögð. Hrikalega barnaleg og úrelt...

Forseti Íslands stendur með fólkinu í landinu og ekki einangrunarsinnum og hagsmunaseggjum Alþingis. Það er það sem skiptir máli og ekkert annað. Ekki hvað hann sagði, gerði eða gerði ekki fyrir ári. Hann er líklegast besti forseti sem þetta land hefur átt, enn það þýðir ekki að hann sé neitt fullkomnari enn gengur og geris.

Það væri betra að hafa glæpahyski Sjálfstæðismanna við stjórn landsins,  enn geggjaða kommúnista eins og ástandið er núna...

Óskar Arnórsson, 24.2.2011 kl. 13:53

6 identicon

Og taka lygamælinn niður þegar vinstrimennirnir fara frá?

Hmmmm.......

Skúli (IP-tala skráð) 24.2.2011 kl. 23:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 828276

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband