Samfylkingin fær ótrúlega mikið fylgi.

Alveg er það með ólíkindum að 26% þeirra sem afstöðu taka í nýjustu skoðunakönnun skuli segjast ætla að kjósa Samfylkinguna. Ótrúegt miðað við hvernig Jóhanna og Samfylkingin hafa klúðrað hverju málinu á fætur öðru. Samfylkingin virðist ætla að leggja allt í sölurnar til að komast inní ESB. Samfylkingin svíkur eitt helsta kosningaloforð sitt að vísa stórum málum til afgreiðslu þjóðarinnar. Allir þingmenn Samfylkingarinnar felldu tillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Já, það er merkilegt að 26% skuli ætla að kjósa Samfylkinguna.

Auðvitað er það svo sameiginlegt áhyggjuefni allra stjórnmálaflokkanna hversu hátt hlutfall þeirra er sem ekki vilja gefa upp afstöðu eða segjast ekki ætla að kjósa.


mbl.is Stjórnarflokkarnir ná ekki meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er þetta ekki u.þ.b. þessi 26% sem vilja ganga í ESB á Íslandi?

Sveinn Úlfarsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 10:35

2 identicon

Samfylkingin má vel við una miða við það risavaxna verkefni að reisa Ísland við eftir íhaldssukkið. En það sem vekur athygli mína og undrun við þessa skoðanakönnun er sívaxandi fylgi við SjálfstæðisFLokkinn, en svo virðist sem að landsmenn séu tilbúnir að fyrirgefa og gleyma því að SjálfstæðisFLokkurinn var aðalgerandi í hinu hrikalega bankahruni og almennu siðgæðishruni sem varð hér á Íslandi. Já Íslendingar eru fljótir að gleyma og fyrigefa og fljótir að láta meðvirknina ná tökum á sér og nú skal haldið áfram í ruglinu, láta SjálfstæðisFLokkinn ná völdum aftur svo hægt verði að slá til veislu aftur með von um að vinstriflokkarnir komi svo á eftir og taki til eftir sukkið.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 28.2.2011 kl. 10:45

3 Smámynd: Anna Björg Hjartardóttir

Fólk sem les ekki annan fréttamiðil en Fréttablað Samfylkingarinnar og horfir á stjónvarpsstöðvar Samfylkingarinnar kýs auðvitað Samfylkinguna.

Það er ekki vegna ástar á Sjálfstæðisflokknum að flokkurinn fær þetta mikið fylgi, það er óstöðvandi þrá manna eftir því að hjól atvinnulífsins fari af stað og skattar lækki. Fólk vill lifa og komast af.

Anna Björg Hjartardóttir, 28.2.2011 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband