Er eitthvað að marka Ögmund,Guðfríði og Ásmund ? Er Þráinn Bertelsson lykilmaðurinn? Ætlar Sigmundur Davíð að hoppa uppí hjá Jóhönnu?

Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum Ögmundar,Guðfríðar Lilju og Ásmundar Daða í framhaldi af úrsögnum Atla og Lilju úr þingflokki VG. Ögmunndur og félagar hafa gefið sig út fyrir að hafa hugsjónir og taka eigi upp vinnubrögð á Alþingi. Ætla þau þrjú að sætta sig áfram við ólýðræðisleg vinnubrögð Steingríms. Ætlar Ásmundur Daði enn einu sinni að éta Icesave ofan í sig? Ætlar Ásmundur að kokgleypa inngönguna í ESB til að halda lífi í vinstri stjórninni.

Hver hefði trúað því að Þráinn Bertelsson hafi nánast líf og framtíð hinnar tæru vinstri stjórnar í hendi sér. Ætli kjósendur hans hafi órað fyrir þessu? Kannski getur Þráinn sett skilyrði um að listamannalaun verði hækkuð til þeirra sem sitja á þingi.

Nú svo er eitt tiol viðbótar. Sigmundur Davíð formaður Framsóknarflokksins er Guðfaðir þessarar vesælu vinstri stjórnar. Hann á stærsta þáttinn í því að hafa leitt Jóhönnu og Steingrím J. til valda, þegar hann myndaði ríkisstjórn fyrir þau.

Ætli það gerist núna að Sigmundur Davíð hoppi uppí rúmið á stjórnarheimilinu og fái fínan ráðherrastól og kannski fleiri Framsóknarmenn. Það væri alveg eftir öðru.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

´Sæll Sigurður, ekki hef ég trú á að Sigmundur Davíð fari í ríkisstjórn með Jóhönnu og Steingrími þó að 100 ráðherrastólar væru í boði. Hann er búinn að staka út allt annan veg fyrir sig og Framsókn. Það er alveg klárt mál. Eða?

Eyjólfur Jónsson, 21.3.2011 kl. 19:15

2 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Sigurður. Það er mest að marka þá sem láta ekki aðra stjórna skoðunum sínum og sannfæringu. Það er hins vegar minna að marka þá sem alltaf vilja breyta öðrum eftir sínum flokks-þrýstingskröfum og úthúða þeim svo jafnvel ef þeir fá ekki að stjórna þeim alfarið. Þeir þola það illa sumir að geta ekki bæði átt og ráðið yfir öllum sem mögulega geta greitt þeirra einkavinaflokks-götu!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.3.2011 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband