"Velferðarstjórn" Jóhönnu setur met í atvinnuleysi.

Fram hefur komið að í fyrsta skipti er atvinnuleysi mest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum. Raunar eru m.a.s. tölurnar hærri ef við bætum við þeim sem flutt hafa til útlanda vegna atvinnumissis hér.

Hin tæra vinstri stjórn Jóhönnu og Steingríms J. er gjörsamlega að fara með allt í rúst. Það sýnir sig best á því að vinstri stjórnin skuli nú hafa sett norðurlandamet í atvinnuleysi. Þvílíkt öfugnefni að hún sé kennd við norræna velferð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Samkvæmt íbúaskrá Þjóðskrár hinn 1. janúar 2010 var fjöldi einstaklinga með lögheimili erlendis 67.988. Þeim gæti hafa fjölgað að mun. Sjá nánar á Vísindavef Háskóla Íslands 19. ágúst 2010. Þar eru ýmsir fyrirvarar. Meðal annars þurfa námsmenn ekki að tilkynna búsetu erlendis, og margir aðrir eru taldir vanrækja það. Góður meirihluti hinna brottfluttu hefur íslenzkt ríkisfang, en margir hafa að vísu erlent ríkisfang, þótt þeir hefðu við eðlilegar aðstæður viljað eiga hér heima og leggja sitt af mörkum til þjóðfélagsins. Atvinnuleysi dylst oft í skráningum, áður vinnandi fólk fer til dæmis í nám, úr miklu starfi í lítið eða jafnvel á örorku eða ellilaun, ef aðstæðum þess er svo háttað. Raunveruleg atvinnurýrnun gæti verið miklu meiri en tölur sýna. Nokkuð mörg fyrirheit Jóhönnu Sigurðardóttur um að skapa svo og svo mörg þúsund störf virðast í litlu hafa gengið eftir. Það er ósannað glamur, að gjaldþrot þriggja banka fyrir tveimur og hálfu ári komi enn í dag í veg fyrir mestalla uppbyggingu hérlendis. Stjórnarstefna sósíalista á áreiðanlega meiri þátt í þessu ömurlega ástandi.

Sigurður (IP-tala skráð) 22.3.2011 kl. 01:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband