Nýr Lilju flokkur?

Sagan endalausa á fullu innan herbúða vinstra fólks. Sagna endurtekur sig aftur og aftur. Vinstri menn geta ekki unnið saman. Hver höndin er uppá móti annarri. Það hefur oft verið reynt að sameina vinstra fólk undir eitt merki,en ávallt mistekist. Rétt er að minna á að Steingrímur J. stofnaði Vinstri græna vegna þess að hann þoldi ekki að tapa fyrir Margréti Frímannsdóttur í formannskjöri.

Það var nöturlegt að heyra þau Atla og Lilju fara yfir það hvernig VG hefur svikið nánast allt í stefnuskrá sinni eftir að flokkurinn komst til valda. Hver hefði trúað því að Steingrímur J. myndi gerast helsti talsmaður AGS, Icesave og ESB.

Það hefur ekkert farið milli mála að Lilja Mósesdóttir nýtur mikilla vinsælda meðal óbreyttra kkjósenda vinstri flokkanna. Það eru því allar líkur á að þrýstingur muni verða mikill á hana að stofna enn einn vinstri flokkinn til að framfylgja stefnumálunum, sem Steingrímur J. og marfgir aðrir í forystu VG hafa sagt skilið við.

Það er því mjög miklar líkur á að til verði nýr stjórnmálaflokkur á vinstri kantinum undir forystu Lilju Mósesdóttur. Sá flokkur mun örugglega gera útaf við Vinstri græna. Stjórnmálaferill Steingríms J. sem leiðtoga er því senn á enda.


mbl.is Algjört uppnám innan VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Che

Það er ekki sjálfgefið að Liljuflokkurinn muni draga til sín marga liðhlaupa frá þingflokki VG né sópa til sín atkvæðum í næstu kosningum. Í landspólítík á Íslandi (og víðar) eiga klofningsflokkar það til að halda áfram að vera litlir þangað til þeir detta aftur út af þingi. Tvö dæmi um þetta er klofningsflokkur Hannibals (flokkakljúfs sjálfrar náttúrunnar) úr Alþýðuflokknum og klofningsflokkur Sverris og Guðjóns Arnars úr Sjálfstæðisflokknum. Hvorugur þessara flokka fékk neitt fylgi að ráði og duttu síðan út. Þannig að Lilja verður að sýna fram á að hún hafi upp á að bjóða allt það sem VG sveikst um.

Það eru að mínu áliti þrenns konar hópar sem styðja VG: a) Femínistar b) Stalínistar c) Sósíalistar. Hópar a og b munu styðja Steingrím, Ögmund og Steinunni í VG með ráðum og dáð á meðan VG er stærri en Liljuflokkurinn, enda hafa femínistar og stalínistar annarleg sjónarmið. Hópur c, sem hægt er að skilgreina sem vinstrimenn sem trúa á hugsjónina, en fyrirlíta IceSave, ESB og AGS, mun hins vegar sennilega greiða atkvæði með Liljuflokknum. Ef aftur á móti það sýnir sig að Lilja hafi verið að koma sjálfri sér á framfæri (eins og Ögmundur forðum) í stað þess að ljá fyrst og fremst málstaðnum lið, þá mun sá flokkur eiga fáa lífdaga (í mesta lagi nokkur ár). Þannig að hún verður að sanna sig fyrst. Ekki sízt verður forysta þess flokks að passa sig á að hleypa ekki flugumönnum og liðleskjum inn í flokkinn, ef honum vex fiskur um hrygg. Það tekur áratug að byggja upp heiðarlegan stjórnmálaflokk, en bara nokkra nokkra daga að ganga að honum dauðum með skemmdum eplum.

Hins vegar þarf ekki Liljuflokk til að gera út af við pólítískt líf Steingríms. Það þarf ekki nema þingkosningar til að gera út af við hann. Hann hefur svikið svo margt og marga, að hann fær ekki einu sinni að verða sendiherra í neinu vestrænu ríki. Eða hvað?

Che, 22.3.2011 kl. 14:14

2 Smámynd: Che

Ég meinti auðvitað Svandísi, ekki Steinunni.

Che, 22.3.2011 kl. 14:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband