Hrikaleg þróun í auknum resktararkostnaði sveitarfélags.

Alveg er það með ólíkindum hvernig allur reksturskostnaður var spenntur uppúr öllu á góðærisárunum. Báknið óx og óx. Ríkisstarfsmönnum fjölgaði og fjölgaði og allur reksturs kostnaður óx og óx hjá ríkinu. Það er mikill blettur á stjórnartíð Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að þessi þróun átti sér stað. Nú hefur Sjálfstæð'isflokkurinn ávallt haft það á sinni stefnu að draga úr bákninu hjá ríkinu. Það gerðist því miður ekki og nú stendur ríkið frammi fyrir gífurlegum niðurskurði.

Á dögunum sendi bæjarstjórinn í Garði kynningarblað um rekstur sveitarfélagsins. Alveg er það rosalega sláandi að frá árinu 2007 og til ársins í ár hefur launakostnaður og annar rekstrarkostnaður aukist um 47%. Á sama tíma hafa skatttekjur aukist aðeins um 9%. Þetta gerðist hjá fyrrverandi meirihluta bæjarstjórnar undir forystu núverandi formanns Fjárlaganefndar Alþingis.

Meirihluti Sjálfstæðismanna  í Garði stendur því frammi fyrir miklum vanda að skera niður og reyna jafnframt að vinna að bættu atvinnuástandi þannig að tekjur aukist.

Sveitarfélagið Garður verður að ná sér á strik að nýju eftir klúður meirihluta N-listans á síðasta kjörtímabili.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Foster Hjartarson

Sæll Siggi

Þekki ekki alveg seinni hlutann, en tek heilshugar með undir þér fram að fyrstu greinarskilum menn misstu sig gjörsamlega, alveg eins og enginn væri morgundagurinn. 

Gísli Foster Hjartarson, 25.3.2011 kl. 14:27

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Ég held að mörg sveitarfélög séu í verulegum vanda og þurfi að skera hressilega niður ef ekki á illa að fara. Það sem mér finnst verst að Garðurinn skuli standa frammi fyrir gífurlegum niðurskurði. Það var óþarfi. Hann er ekki öfundsverður félagi Ásmundur að standa frammi fyrir þessum vanda.

Sigurður Jónsson, 25.3.2011 kl. 15:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 18
  • Frá upphafi: 828259

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband