Ætla 56% virkilega að samþykkja að greiða skuldir einkabanka.

Ótrúlegt að samvæmt skoðanakönnun ætla 56% að samþykkja Icesave. Hreint með ólíkindum að meirihluti kjósenda vilji taka að sér að greiða skuldir gamla Landsbankans. Hvers vegna á almenningur að greiða skuldir sem einkabanki stofnaði til?

Ætlar meirihluti kjósenda virkilega að láta Breta og Hollendinga kúga sig til hlýðni?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Stöðugur áróður frá stjórnarheimilinu þar sem það beitir Ríkissjónvarpinu til að hræða almenning er loksins farinn að skila árangri. Það er endalaust verið að leggja auknar álögur á fólk , tunnugjald, bensíngjald, útsvarsprósenta hækkuð o.s.frv. ,   svo að fólki munar ekkert um að fá á sig enn einn skattinn til að borga niður Icesave meðan að þeir sem stofnuðu til þeirra spila frítt og leika sér og reykja kúbanska vindla og sötra á koníaki  á Tortóla. Já já við skulum bara borga fyrir þá feðga, það er nú það minsta sem við getum gert.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 26.3.2011 kl. 17:53

2 Smámynd: Birna Jensdóttir

Við erum ekki kúguð af Bretum og Hollendingum heldur okkar eigin stjórnarherrum,ráðherrum og þingmönnum úr stjórnarandstöðu.Lenti á fimmtudagskvöld á púra áróðursfundi hjá Bjarna Ben og Ragnheiði Elínu.Þeir sem þar voru mættir voru flestir sjálfstæðismenn og þeir hlustuðu af mikilli athygli er foringinn útskýrði fyrir þeim af hverju þeir ættu að borga Icesave.Eftir fundinn hitti ég einn sem vildi ekki borga Icesave þegar hann fór inn en var búinn að skrifa undir óútfylltan víxil þegar hann fór útHann sagði við mig að ef það hefði verið Steingrímur sem hefði verið með þennan áróður þá hefði hann ekki hlustað á hann.En að sjálfur foringinn hefði beðið menn að borga það var sko allt annað mál.

Birna Jensdóttir, 26.3.2011 kl. 18:06

3 identicon

Við viljum segja Já við Icesave til að koma hjólum atvinnulífsins af stað.

Við verðum því miður alltaf að greiða skuldir óreiðumanna sem flestir eru úr sjálfstæðisflokknum og hafa náð að maka krókinn vegna tengsla við þann flokk. Þjóðin fór í þrot vegna frjálshyggjustefnu sjálfstæðisflokksins sem gaf auðmönnum veiðileyfi á almenning án takmörkunar. Og í lokin hvað tapaði Seðlabankinn og þar með þjóðin mörg hundruð milljörðum meðan óreiðumaðurinn og fyrrum formaður sjálfstæðisflokksins réð þar ríkjum í skjóli Sjálfstæðisflokksins með miklu harðræði. Á hans vakt var Seðlabanki Íslands gjaldþrota. Við höfum þegar borgað þá óreiðu sem er víst mesta einstaka tapið sem þjóðin þarf að ábyrgjast og greiða.

Klárum Icesave svo við getum horft fram á veginn. 

Skora á sjálfstæðismenn sem bera ábyrgð á forystu flokksins síðustu 10 ára að hafa sig hæga því þeir bera mestu ábyrgðina á að þjóðin þarf að axla Icesave.

Kristján Sveinbjörnsson (IP-tala skráð) 27.3.2011 kl. 19:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband