Þingmenn eiga að sýna þann manndóm að hætta fáránleikanum gegn Geir H.Haarde.

Mikil er skömm þeirra þingmanna sem ákváðu að ákæra Geir H.Haarde fyrrverandi forsætisráðherra og draga hann fyrir landsdóm. Fáránleikinn og pólitískur hefndarhugur skín í gegn hjá þeim þingmönnum sem samþykktu ákæruna. Nú hefur komið í ljós að saksóknari telur sig ekki geta haldið áfram með málið nema að fá alls konar gögn og að lögum um landsdóm verði breytt. Það stóð ekki í þingmönnum að taka ákvörðun um að draga Geir H.Haarde fyrir landsdóm þótt alls konar gögn hafi vantað.

Á sama tíma og þessir þingmenn taka ákvörðun um að draga Geir H.Haarde fyrir landsdóm styðja þeir ríkisstjórn þar sem ráðherrar hafa orðið uppvísir að því að brjóta lög.Énginn ráðherra segir af sér. Vinstri stjórnin fékk á sig ógildingardóm vegna þjóðaratkvæðagreiðslu. Enginn ráðherra telur sig bera ábyrgð. Þingmennirnir sem samþykktu sjá ekker athugavert við að ráðherrarnir voru tilbúnir að skattleggja þjóðina um hundruði milljarða til að borga löglausar kröfur Breta og Hollendinga vegna Icesave. Þjóðin kolfelldi svo lögin. Enn sitja ráðherrarnir sem fastast.

Hefur einhver af bankamönnunum og útrásarvíkingunum sem settu þjóðina á hliðina verið ákærður. Nei,öðru nær. Þeir eru margir enn á fullu í viðskiptalífinu. Svo langt gengur fáránleikinn að sumir þeirra reka og stjórna 365 fjölmiðlarisanum og geta þannig haft áhrif á umræðuna.

Ef einhver manndómur væri í þeim þingmönnum sem stóðu að því að samþykkja að draga Geir H.Haarde ættu þeir hinir sömu að biðjast afsökunar og draga ákæruna til baka.

 


mbl.is 40 þúsund skjöl frá Geir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll; Sigurður Garðverji, jafnan !

Tímakorn; síðan ég hefi skrifað hér, á síðu þinni.

Alrangar ályktanir hjá þér; ágæti drengur.

Þvert á móti; ætti að herða réttarhaldið, yfir Geir H. Haarde - en,..... jafnframt, draga hina meðseku til réttar, með honum. Það er; ráðherrana og ráðherfurnar, frá 2007 - 2009, ágæti drengur.

Þar að auki : Davíð Oddsson - Halldór Ásgrímsson - Jón Baldvin Hannibals son, og Steingrím J. Sigfússon. Allt; óþrifa fénaður, sem steypti landi og lýð og fénaði öllum, til áratuga og alda glötunar, eins og merkin sýna okkur bezt.

Man ekki betur; en að frændi minn, Gissur Jarl Þorvaldsson, hafi hlotið makleg málagjöld, á öldinni 13. Þessu liði; í okkar samtíma, er engin vork unn, að svara fyrir glæpi sína, og níðingsskap, Sigurður minn.

Með kveðjum; suður með sjó /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 14:23

2 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sælir x2 Óskar með viðbættu að engin heilvita maður ætti að samþykkja IcesaveIII það eru sömu aðilar ábyrgðarmenn að því og fyrri Icesave hroðanum.

Sigurður Haraldsson, 29.3.2011 kl. 14:39

3 identicon

Sælir; að nýju !

Nákvæmlega; Sigurður Þingeyingur Haraldsson. Rétt mælir þú; sem áður og fyrri, baráttuþjarkur vísi.

Með; þeim sömu kveðjum - sem öðrum, fyrri /

Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 14:49

4 Smámynd: Teitur Haraldsson

Hvenær ætti að draga þingmann til ábyrgðar ef ekki núna?

Teitur Haraldsson, 29.3.2011 kl. 16:09

5 identicon

Hengjum helvítis bakarann,,hækkum eftirlaunafríðindin hjá Sjálfgæðismönnum,,

bimbó (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 16:25

6 identicon

Hvert sem litið er er heilalaus vél við stjórnvölin ...

Við bætast heilalausir og ólæsir þingmenn (á lög landsins og EFTA) vissu og vita ekki neitt.

Jonsi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:34

7 identicon

hvort á maður að gráta eða hlægja?  Er þetta þikjustunileikur 5 ára barns?

og hverjir sitja í stofnunum landsins og við framkæmd laga???, hvað er þetta sem ég las fyrr í dag ...:

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/03/29/atti_ad_fa_dvalarleyfi/

Ég verð óttasleginn að sjá fáránleikaleikhúsið ná þessum hæðum fáránleikans.

Jonsi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 19:38

8 Smámynd: Sigurður Jónsson

Hættan er sú að næsti meirihluti ákæri Steingrím J. Jóhönnu og Ögmund fyrir alvarleg afglöp. Aðgerðarleysi þeirra hefur kostað almenning í landinu gífurlegar upphæðir.Þetta væri rökrétt framhald af pólitískri aðför að Geir H.Haarde.

Sigurður Jónsson, 29.3.2011 kl. 21:01

9 identicon

Hvaða hætta, það má ritskoða alla stjórnmálamenn fyrir rétti.  Það vantar bara dálítið upp á þetta núna.  Auðvitað verður hann ekki dæmdur, er það nokkuð... eða eru íslenskir stjórnmálamenn svo skipulagðir að þeir fá undirskrift æðstastrumps við ákvörðun um að ljúga að almenningi og erlendum eftirlitsstofnunum??? 

Jonsi (IP-tala skráð) 29.3.2011 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 26
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband