Formaður og forysta Sjálfstæðisflokksins áttu ekki að fara gegn vilja Landsfundar.

Síðasti Landsfundur Sjálfstæðisflokksins markaði alveg skýra stefnu varðandi afstöðunnar til Icesave.Það var alveg á hreinu að meirihluti landsfunarfulltrúa samþykktu að ekki ætti að ganga að löglausum kröfum Breta og Hollendinga. Það var því í hróplegu ósamræmi við ákvörðun landsfundar að formaður og forysta flokksins skyldu lýsa yfir stuðning við Icesave 3. Það kom í ljós að 75% Sjálfstæðismanna a.m.k. greiddu atkvæði gegn Icesave. Það hlýtur að vera mikið umhugsunarefni fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins.

Fyrir okkur óbreytta Sjálfstæðismenn er Landsfundur merkileg samkoma. Þar skiptast menn á skoðunum,starfa í nefndum og tekist er á um málin og greidd atkvæði,þar sem meirihlutinn markar stefnuna. Þetta lýðræðislega ferli hafa flokksmenn virt. Það var því mjög alvarleg að forysta flokksins skuli hafa farið þvert á þá stefnu sem mörkuð var í Icesave.

Bjarni Benediktsson,formaður,segir núna í viðtölum að hann muni leggja sig allan fram að vinna að nýju inn traust hjá flokksmönnum. Ætli Bjarni að ná árangri í þeim efnum verðum við óbreyttir Sjálfstæðismenn að geta treyst því að hann vinni eftir samþykktum Landsfundar Sjálfstæðisflokksins.


mbl.is Fylgdu ekki Bjarna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Nýir tímar og vermætagildi krefjast nýs mats og það er svo sannarlega kominn tími á það hjá öllum landsmönnum, einnig Sjálfstæðisflokknum.

Bjarni Benediktsson er ekki eini maðurinn sem þarf að standa skil á þeirri staðreynd. Gleymum því ekki gott fólk!

 M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 11.4.2011 kl. 20:26

2 identicon

Frómar óskir, að formaður Sjálfstæðisflokksins vinni eftir samþykktum landsfundar. En í dag segjast smáfuglarnir hjá AMX hafa heyrt, "að flokksforystan sé að íhuga að fresta reglulegum landsfundi flokksins til næsta árs."

Sigurður (IP-tala skráð) 11.4.2011 kl. 22:58

3 Smámynd: Sigurður Þorsteinsson

Já, það er nú það. Það er til Landsfundur, og það eru fleiri stofnanir í Sjálfstæðisflokknum sem geta samþykkt stefnumótandi ályktanir. Samt sem áður verða kjörnir fulltrúar að fara að sannfæringu sinni hverju sinni, og það er það sem ræður. Hver og einn stjórnandi og leiðtogi verður síðan að leggja mat á stefnumótandi samþykkt. Hvað hún þýðir og þær áherslur sem setur.

Það er full ástæaða til þess að taka mikið mark á samþykktir Landsfundar, en þær eru ekki lög. Kjörnum fulltrúum ber að fara að lögum, það er ljóst. Það er hins vegar  mörgum nógu erfitt að virða lögin.

Sigurður Þorsteinsson, 12.4.2011 kl. 08:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband