Árni Páll: Verður ekki var við kúgunartilburði vegna Icesave

Stórkostlegt er að sjá tlburði Árna Páls,Steingríms J og Jóhönnu núna eftir að þjóðin sagði Nei við samningi sem þau vildu pína uppá þjóðina. Vinstri stjórnin notaði grýlu,hótanir og að allt færi í kalda kol á Íslandi ef þjóðin gengi ekki að afarkostum Breta og Hollendinga. Þjóðin lét Árna Pál og félaga ekki hræða sig til hlýðni. Ísland hefur vaxið í áliti heimsins við að sýna jafn mikla staðfestu og raun ber vitni.

Nú þykist Árni Páll og Steingrímur J. hafa unnið mikla sigra með málflutningi sínum þar sem þeir hafi sýnt fram á að Nei við Icesave skipti engu máli. Bretar og Hollendingar muni fá gífurlegar fjárheiðar greiddar úr þrotabúi Landsbankans. Það hafi alltafr legið fyrir.

Þetta eru sömu Árni Páll og Steingrímur J. sem hótuðu okkur Íslendingum að allt færi í kalda kol ef við hlýddum ekki þeirra boðskap.

Nú segist Árni Páll ekki verða var við neina kúgunartilburði vegna Icesave.

Hversu lengi þarf þjóðin að sitja uppi með Vinstri stjórnina?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sæll Sigurður. Venjulega er kjörtímabilið fjögur ár og mér finnst bara ágætt ef þjóðin tekur þennan bikar í botn og man það næstu kosningar, helst nokkrar, hvernig það er að hafa vinstri stjórn.

Varðandi tilburði stjórnarinnar nú dettur mér í hug minning frá sumarbústaðaárunum mínum í Öxarfirði. Þá var efnt til boltaleikja inn í dal fyrir ofan bústaðahverfið. Í fótbolta var ég foringi í öðru liðinu og í leikslok fögnuðum við gríðarlega og hoppuðum argandi um svæðið og hlógum. Allir héldu að við hefðum unnið en við töpuðum í spennandi leik. Okkur fannst bara svo gaman. Gæti verið eins með Árna Pál og Steingrím.... skemmtilegur leikur og ekki mjög stífar leikreglur  kveðja Kolla 

Kolbrún Stefánsdóttir, 21.4.2011 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 27
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband