Vill Már Seðlabankastjóri endilega koma Íslandi í ruslflokk?

Á meðan ráðherrar Vinstri stjórnarinnar reyna að breyta sjálfum sér úr neikvæðum horfum í jákvæðar hamast Már Seðlabanlastjóri eins og hann getur að draga upp sem neikvæðasta mynd af ástandinu á Íslandi.

Auðvitað er hálf kyndugt að sjá ráðherra Vinstri stjórnarinnar nú draga upp þá mynd að allt sé í sómanum og það breyti engu nema síður væri að íslenska þjóðin sagði nei við Icesave ruglinu. Auðvitað benda ráðherrarnir nú á þá staðreynd að Bretar og Hollendingar fá sína peninga þrátt fyrir neiið.

Már Seðlabankastjóri lítur svo stórt á sína persónu að hann getur ekki viðurkennt að hafa haft rangt fyrir sér. Hann hamast áfram með hræðsluáróðurinn. Hann hamast áfram að draga upp þá mynd að hér sé allt á niðurleið.

Ætli Már Seðlabankastjóri vilji með því endilega tryggja að Ísland lendi í ruslflokki matsfyrirtækja svo hann geti sagt, þetta sagði ég. Þið áttuð að hlusta á mig og kyngja ælunni og segja já.

Nú hlýtur Jóhanna Sigurðardóttir,forsætisráðherra, að gefa Má Seðlabankastjóra opinbera aðvörum eða hreinlega að láta hann yfirgefa stólinn. Már er að vinna þjóðinni mikið ógagn með sinni neikvæðu framgöngu.


mbl.is Gagnrýnir Seðlabanka harðlega
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Sigurður, gerir ekki Már í seðlabanka Jóhönnu bara enn nákvæmlega það sem Jóhanna vill, eins og fyrir ICESAVE?  Við getum ekki gleymt dómsdagsslygunum bæði hans og ICESAVE-STJÓRNARINNAR ef við felldum kúgunarsamninginn.  Það voru Jóhanna og co. sem heimtuðu það. 

Elle_, 30.4.2011 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband