Tillaga um að draga ESB umsókn til baka sefur vært í nefnd og fæst ekki afgreidd á Alþingi

´Vinnubrögð Alþingis hafa oft verið gagnrýnd harðlega.Það sem birtist almeningi eru oftar en ekki tilgangslaust þras um lítið sem ekkert. Tillögur einstakra þingmanna fást ekki ræddar og daga uppi án afgreiðslu. Það vekur t.d. athygli að tillaga Unnar Brá og fleiri þingmanna um að draga umsóknina í ESB til baka sefur og sefur í nefnd. Tillagan fæst ekki tekin á dagskrá Alþingis hvað þá að hún verði borin undir atkvæði.

Það er með ólíkindum þegar slík tillaga sem skiptir sköðpum um framtíð Íslands fæst ekki einu sinni tekin á dagskrá. Hvers vegna er ekki látið á það reyna hvort meirihluti er til staðar á Alþingi að halda ESB aðlöguninni áfram með öllum þeim tilkostnaði sem því fylgir eða hvort meirihluti err fyrir því á þingi að draga umsóknina til baka.

Jóhanna ræðir um að þjóðin greiði atkvæði um fiskveiðistjórnunarkerfið og tillögur stjórnlagaráðs. Væri nú ekki alveg upplagt að þjóðin fengi að segja álit sitt á því hvort halda á áfram með ESB umsókn eða draga hana til baka. Það hlýtur að vera krafa ansi margra kjósenda fyrst Samfylkingin þorir ekki að taka málið til afgreiðslu á Alþingi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað á að spyrja þjóðina um varðandi fiskveiðistjórn, fyrst ríkisstjórnin hefur á undanförnum átta mánuðum ekki getað mótað sér aðra stefnu í málinu en vera á móti samhljóða tillögum þverpólitískrar sáttanefndar? Hvað á að spyrja þjóðina um varðandi væntanlegar tillögur frá stjórnlagaráði? Eruð þið með pakkanum eða á móti? Er ykkur nokkuð illa við ráðið? Eða á kannski að merkja við hverja og eina tillögu þess, sem væntanlega verða fjölmargar og um óskyld atriði? Það verður auðveld umræða eða hitt þó heldur. Þessar hugmyndir Samfylkingar um þjóðaratkvæðagreiðslur eru ekki burðugri en pappírstígrisdýr.

Þjóðaratkvæðagreiðsla um að draga ESB umsókn til baka yrði hins vegar einföld og auðvelt að takast málefnalega á um hana. Auk þess væri nær að spyrja þjóðina en láta pólitísk hrossakaup í bakherbergjum ráða för.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 02:37

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Sammála þér nafni.

Sigurður Jónsson, 23.4.2011 kl. 13:53

3 identicon

Sammála piltar, ég treysti ekki núverandi stjórnmálamönnum fyrir þessum stóru málefnum (ok, treysti þeim svo sem ekki fyrir neinu).

Björn (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 14:04

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Algjörlega sammála þér Sigurður...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.4.2011 kl. 15:16

5 identicon

Ég man ekki betur, en að það sé nóg að fara á farandfót og fá undirskriftir fólks ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 23.4.2011 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 828302

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband