23.4.2011 | 23:23
Fjölmiðlasirkus Jóhönnu á Suðurnesjum reyndist algjört plat.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra hinnar tæru vinstri stjórnar hefur tekið upp þann sið að ferðast með sirkuslið sitt um landið og boða til fjölmiðlafundar, þar sem sýnd er margvísleg töfrabrögð. Allt á þetta að bjarga íbúum í hinum dreifðu byggðum landsins. Fyrir nokkrum vikum efndi Jóhanna sirkusstjóri til eins slíks fundar á Suðurnesjum. Þar sýndi hún ásamt öðrum sirkusmeðlimum töfrabrögð sem áttu að leysa vanda Suðurnesjamanna. Kepptust aðalstjörnurnar í sirkusnum Jóhanna og Steingrímur J. að segja að nú væri allt bjart framundan Suðurnesjum. Margir glöddust og horfðu fram á bjartari tíma.
Nú hefur komið í ljós að allt þetta var í plati. Fleiri eru nú atvinnulausir en áður. Öll fögru fyrirheitin voru innantóm slagorð án nokkurrar merkingar.
En Sirkus Jóhönnu heldur áfram. Fyrir nokkrum dögum var haldið til Vestfjarða og ýmis loforð upp á nokkra milljarða dregin uppúr hatttinum til að fylla Vestfirðinga bjartsýni. Sennilega sömu blekkingarnar og Suðurnesjamenn hafa nú upplifað.
Samkvæmt fyrirsögn í DV segir Jóhanna " Ég fer ekki fet." Landsmenn verða því enn um sinn að búa við að Sirkus Jóhönnu fari um landið og atvinnuleysistölur hækki.
Lítið gerst eftir ríkisstjórnarfund í Reykjanesbæ | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Sigurður Jónsson
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
- Eyjafréttir
- Eyjan
- Sjálfstæðisflokkurinn
- Víkurfréttir
- Barnabörnin
- Sveitarfélagið Garður
- Reykjanesblaðið Kemur út hálfsmánaðarlega.
Bloggvinir
- gumson
- nkosi
- addi50
- baldher
- kaffi
- birgitta
- bjarnihardar
- artboy
- gattin
- carlgranz
- diesel
- gagnrynandi
- einarbb
- ellidiv
- eyglohardar
- ea
- fhg
- gesturgudjonsson
- gretarmar
- gudbjorng
- lucas
- dramb
- gylfig
- fosterinn
- smali
- helgi-sigmunds
- helgimar
- helgigunnars
- himmalingur
- hjorturgud
- ibvfan
- jakobk
- johannp
- jonmagnusson
- jonsnae
- kolbrunerin
- ladyelin
- lotta
- liljabolla
- altice
- ludvikludviksson
- maggij
- iceland
- redlion
- rynir
- heidarbaer
- sigurjon
- sv11
- sigurdurkari
- siggith
- steffy
- stebbifr
- eyverjar
- svanurg
- tibsen
- vefritid
- nytthugarfar
- nautabaninn
- hector
- steinig
- thorsteinnhelgi
- iceberg
- tbs
- doddidoddi
- valdivest
- malacai
- annabjorghjartardottir
- launafolk
- bjarnimax
- bookiceland
- eeelle
- gauisig
- elnino
- zumann
- gp
- morgunblogg
- minos
- daliaa
- johannesthor
- stjornun
- jonlindal
- bassinn
- kuldaboli
- kristjan9
- maggiraggi
- odinnth
- omarbjarki
- oskareliasoskarsson
- skari
- siggus10
- siggisig
- steinn33
- valdimarjohannesson
- thjodarheidur
- valli57
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þó Jóhanna segist ekkert ætla að fara er ekki þar með sagt að hún sitji áfram.
Þar kemur margt til. T.d. er þjóðin búin að fá nóg og spurning hvenær efnt verði til svipaðra mótmæla og síðasta haust, þegar Jóhönnu varð svo brugðið að hún mátti varla mæla. Reyndar sneri hún sig út úr því máli með sirkustilburðum, dró þar kanínu upp úr hattinum. Það er ekki víst að Jóhanna þoli önnur slík mótmæli og engin hætta er á að sirkustilburðir hennar virki aftur jafn vel og þá.
Þá er ljóst að stuðningur Jóhönnu innan eigin flokks er búinn og spuning hvenær henni verður steypt úr stóli. Það sem varnar því er ekki stuðningur við hana, heldur skortur á kandídötum til að taka við af henni. Þeir sem nefndir voru fyrir ári síðan hafa allir séð svo um að þeir eiga ekki erindi í formannsembættið. Því gæti svo farið að leita þurfi til þeirra sem komnir eru á eftirlaun og dubba þá upp aftur. Kannski að Jón Baldvin verði dreginn fram og rykið dustað af honum. Það væri alla vega gott fyrir aðra flokka, þar sem það myndi endanlega ganga frá Samfylkingunni!
Gunnar Heiðarsson, 23.4.2011 kl. 23:59
Sæll.
Góðir punktar hjá þér Gunnar H., ég var bara sáttur þegar ég las um ákvörðun Jóhönnu enda Sf einhver aumasti flokkur sem landið hefur alið af sér.
Menn hafa verið að rifja upp tal Jóhönnu og Sf um atvinnusköpun og hefur ekkert gerst í þeim efnum:
http://www.t24.is/?gluggi=grein&tegund=pistill&id=4989
http://www.amx.is/fuglahvisl/17070/
Vandinn er sá að hugmyndafræði vinstri flokkanna virkar ekki og það finna landsmenn á eigin skinni núna. Þetta fólk hefur engar lausnir á þeim vanda sem að okkur steðjar eins og fréttin sem þú vitnar í sýnir svo glöggt. Kannski eru þetta umræðustjórnmál Sf sem haldið var á lofti fyrir ekki svo löngu síðan? Tala um sköpun starfa og vona að þau verði þá til?
Sjálfstæðisflokkurinn þarf að moka flórinn hjá sér svo hægt sé að kjósa hann og færa sig nær sínum grunngildum. Ég kýs flokkinn ekki með núverandi forystu innanborðs enda hefur hún fært flokkinn of langt til vinstri. Nokkrir þingmenn flokksins eiga ekkert erindi á þing fyrir flokkinn enda kratar en ekki frjálshyggjumenn. Þeir þingmenn flokksins sem studdu Icesave III eiga að taka pokann sinn vegna dómgreindarbrests og svik við stefnu flokksins, Sf vill kannski taka við þeim?
Það var einnig hrikalega lélegt hjá forystunni að taka ekki til varna rétt eftir hrun þegar vinstri menn voru látnir komast upp með bull um að frjálhyggjan hefði tröllriðið öllu og annað slíkt. Það er ekki frjálshyggja að þenja ríkið út um þriðjung á árunum 1999-2007 og þar ber Sjálfstæðisflokkurinn ríka ábyrgð. Þar þurfa menn því að söðla um og færa sig talsvert til hægri, snar minnka ríkisbáknið (sérstaklega stjórnsýsluna og stofnanir hennar) og lækka skatta ásamt því að ýta undir erlenda fjárfestingu.
Helgi (IP-tala skráð) 24.4.2011 kl. 09:08
Gleðilega páska Sigurður.
Mér finnst vægt til orða tekið að segja allt í plati því eina sem þetta lið kann er að svíkja og ljúga.
Þórólfur Ingvarsson, 24.4.2011 kl. 10:57
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.