Kvótafrumvarp. Samþykkjum þetta aldrei segja Kristján Möller og Sigmundur Ernir.

Greint er frá því að á fundi á Neskaupsstað hafi stjórnarþingmennirnir Kristján Möller og Sgmundur Ernir lýst því yfir að þeir myndu aldrei samþykkja óbreytt frumvarp Jóns Bjarnasonar,sjávarútvegsráðherra. Furðulegt að málið skuli ekki klárað af stjórnarflokkunum þ.e. hvort það nýtur stuðnings þingmanna stjórnarflokkanna.eitarf

Að sjálfsögðu er það rétt hjá þeim félögum að gera verður hagfræðilega úttekt á afleiðingum frumvarpsins áður en það er lagt fram. Ég hvet eindregið bæjarstjórn Garðs að skora á Alþingi að frumvarpið verði ekki tekið til umræðu fyrr en hagfræðileg úttekt hefur farið fram. Hér í Garðinum er t.d. eitt stórt og öflugt útgerðar-og fiskvinnslufyrirtæki,sem keypt hefur nánast allan sinn kvóta. Það hlýtur að þurfa að liggja fyrir hvaða áhrif kvótafrumvarp ríkisstjórnarinnar hefði á rekstur svona fyrirtækis. Ætla menn að horfa uppá að missa stærsta reksturinn í sveitarfélaginu frá sér án þess að gera tilraun til að láta í sér heyra. Nú liggur það alveg ljóst fyrir að þingmenn stjórnarinnar eru ekki tilbúnir að samþykkja frumvarpið óbreytt. Það þurfa sem flestir að láta í sér heyra og mótmæla vinnubrögðum ríkisstjórnarinnar. Það er ekki hægt að leika sér í pólitískum tilgangi með framtíð hagsmuna sveitarfélaga landsins. Sveitarstjórnir landsins eiga að láta í sér heyra og krefjast þess að gerð verði úttekt á afleiðingum samþykktra frumvarps Jóns Bjarnasonar.

Auðvitað er það einnig rétt hjá þeim félögum Kristjáni og Sigmundi Erni að það er gífurleg afturför að ætla að færa sjávarútvegsráðherra þau völd að geta úthlutað uppá eigin spýtur kvóta. Pólitíksar úthlutanir á kvóta eiga að vera liðin tíð.

Það er einnig fráleitt að ætla að láta sveitastjórnir úthluta beint byggðakvóta. Það býður hættunni heim að um pólitíska bitlinga verði að ræða í formi kvótaúthlutana.

Sem sagt. Sveitastjórnir um land allt halda nú fundi í byrjun júní. Sendið frá ykkur mótmæli við kvótafrumvarp Jóns Bjarnasonar. Ég treysti á að Bæjarstjórn Garðs geri það.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 828342

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband