Hvers vegna veit Jóhanna aldrei neitt?

Það vantar ekki stóru orðin hjá Jóhönnu Sigurðardóttir,formanni Samfylkingarinnar, þegar hún slær fram alls konar stórum orðum og yfirlýsingum. Hún sagði að allir ríkisstarfsmenn með meira en 400 þús. á mánuði yrðu lækkaðir í launum. Jóhanna sagði að enginn mætti hafa hærri laun en hún,sem starfsmaður ríkisins.

Jóhanna hefur ekki sparað stóru orðin um hálaunaliðið og það yrði aldrei liðið. Hún myndi ná til þessa fólks.

Eflaust er þetta allt saman sett fram hjá Jóhönnu í þeim tilgangi að sýna hversu góð hún sé og að það sé hú sem stjórni.

En hvað? Nú er upplýst að þetta er alls ekkert svona. Ekkert hefur verið hlustað á Jóhönnu. Launin ekkert lækkuð og allur launakostnaður rokið upp.

Hver eru svo viðbrögð Jóhönnu? Hún kemur að fjöllum. Segist ekkert hafa vitað um þetta. Þetta er ekki í eina skiptið sem Jóhanna svarar svona. Það er orðin föst venja að Jóhanna botnar hvorki upp né niður í málunum að þau skuli vera öðruvísi en hún sagði.

Hver er það annars sem er hinn mikli verkstjóri vinstri stjórnarinnar? Átti það ekki að vera Jóhanna?

Kannski heldur Jóhanna það ennþá.

 


mbl.is Hélt að farið hefði verið að tilmælum um launalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var hún kannski í smiðju hjá fyrrv. forsætisráðherra fyrir margt löngu sem aldrei sagðist  vita neitt og gleymdi flestu. Allt kom honum á óvart sem slæmt var. Alltaf einhverjir að plata hann.?....ég verð að segja það.

MU-11 (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 00:01

2 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Það var einhver annar sem átti að sjá um þetta svo þetta er einhverjum öðrum að kenna.

Ég held að Samspillingin verði að fara að finna þennann herramann "Einhver Annar" og koma honum að í stað Vinstri Gúmmífóta og Samflækjufóta sem nú misstíga sig í hvrju skrefi og þvælast hver fyrir öðrum á þingi, göngum þess og hreinlega allstaðar sem þeirra þreyttu fætur ber niður.

Óskar Guðmundsson, 4.6.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband