Saksóknari tekur þátt í pólitískum ofsóknum. Ingibjörg Sólrún gagnrýnir,Jóhanna sér ekkert athugavert við ofsóknirnar.

Hafi almenningur einhvern tíma verið í vafa um oólitískar ofsóknir gegn Geir H.Haarde þá hljóta menn að sjá að nú hefur vinstra liðið á Alþingi sett allt á fullt. Saksóknari Alþingis setur upp vefsíðu til að móta almenningsálitið. Tilgangurinn er augljós. Það skal allt gert til að koma stóru höggi á Geir H.Haaarde. Hann skal einntaka á sig ábyrgð af hruninu. Auðvitað vilja Steingrímur J. og félagar slík vinnubrögð. Þeirra pólitíska uppeldi var að fyrirnmynd gömlu austur blokkarinnar og annarra kommaleiðtoga, sem töldu það eina rétta að ofsækja pólitíska andstæðinga sína.

Það er mikill munur á afstöðu tveggja foystumanna Samfylkingarinnar. Ingibjörg Sólrún, fv. formaður stígur nú fram og spyr hvort saksóknari Alþingis sé bæúin að tapa öllum áttum í málinu gegn Geir. Ætlar saksóknari að taka þátt í hinu pólitíska moldviðri Vinstri grænna og nokkurra Samfylikngarþingmanna.

Jóhanna Siguröardóttir, núverandi formaður Samfylkingarinnar sér ekkert athugavert við þessi vinnubrögð enda ræður heiftin ríkjum í herbúðum Jóhönnu. Hún sér ekkert nema gott við það að öðrum sé kennt um hrunið, þótt hún hafi sjálf verið í ansi mörgum ríkisstjórnum og í ríkisstjórninni þegar hrunið átti sér stað og það var Samfylkingin sem fór með málefni bankanna.

Aðförin að Geir H.Haarde undir forystu Vinstri grænna er mesta skömm sem átt hefur sér stað í stjórnmálasögu landsins.

 


mbl.is Saksóknari tapað áttum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll.

Geir er ekki sekur um neitt annað en vera slappur ráðherra. Jóhanna og Steingrímur þurfa vonandi að svara til saka fyrir sinn þátt í Icesave, það mál er snöggtum alvarlegra en mál Geirs enda algerlega á þeirra forræði öfugt við bankana í tíð Geirs. Geir stjórnaði ekki einkabönkunum en Steingrímur skrifaði upp á skuld sem við getum ekki borgað, sú skuld var ólögvarin og hærri en Versalasamningarnir.

Sama lið vogar sér að gagnrýna einkavæðingu bankanna en klúðrar svo sjálft algerlega einkavæðingunni og býr þannig um hnútana að bankarnir eru að mergsjúga almenning og fyrirtæki í landinu - hvaðan annars staðar kemur þessi 70 milljarða hagnaður þeirra fyrir síðasta ár? Þessu liði ferst að tala, afglöp þeirra eru hrikaleg.

Enn sorglegra er hve slappur Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben er, hann á að hætta sem allra fyrst enda kýs ég ekki flokkinn fyrr en flórinn hefur verið mokaður þar. Að vera með um 35% fylgi þegar versta ríkisstjórn landsins situr við völd er ekkert til að guma af. Landsfundur tekur vonandi til innan flokksins.

Helgi (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 18:53

2 identicon

Sammála Helga um linkind forystu x-D. Hvernig stendur á því að sjálfstæðimenn á þingi og í blaðaskrifum láta endalausan áróður og lygar vinstri manna ganga yfir sig varðandi hrunið án þess að andmæla?. Auðvitað hefði verið hægt að standa betur að eftirlitinu með bönkunum, en allir þeir sem þar reyndu að koma að málum, m.a. Fjármálaeftirlitið voru í vörn gagnvart bönkunum því þeim var endalaust hótað og það í skjóli Samspillingarinna. T.d. buðu bankarnir í bestu starfsmenn þeirra til að verja sína stöðu. Er ekki öllum ljóst í alvöru talað, að Samspillingin hossaði undir Baugsglæpahundana og tóku þá upp á sína arma og gera enn. Þetta vantaði allt í stóru skýrsluna eins og Björn Bjarna lýsir í nýútkominni bók sinni. Er ekki tími til kominn að taka þetta fólk til bæna og skella þeim fyrir Landsdóm. Hvernig myndu menn dæma gjörðir Geirs Haarde í síðustu ríkisstjórn í samanburði við allar föðurlandssvikabrellur Steingríms J og Jóhönnu, Icesave, sölu bankanna, skjaldborgina o.s.frv.? Sammála því lika að 35% fylgi með ömurlegustu ríkisstjórn lýðveldissins er ekki ásættanlegt. Ef DO væri við stjórnvölinn værum við með 60% fylgi og hana nú.

Alli - MU-11 (IP-tala skráð) 4.6.2011 kl. 22:42

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Enn sorglegra er hve slappur Sjálfstæðisflokkur Bjarna Ben er, hann á að hætta sem allra fyrst enda kýs ég ekki flokkinn fyrr en flórinn hefur verið mokaður þar. Að vera með um 35% fylgi þegar versta ríkisstjórn landsins situr við völd er ekkert til að guma af. Landsfundur tekur vonandi til innan flokksins.

Held að þetta mikla fylgi segi töluvert meira um slappleika ríkisstjórnarflokkana heldur en ágæti Bjarna Ben sem stjórnmála leiðtoga.... Með góðan leiðtoga þá gæti Sjálfstæðisflokkurinn eflaust verið að detta í hreinan meirihluta miðað við núverandi fylgi.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 4.6.2011 kl. 22:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 12
  • Frá upphafi: 828249

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 12
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband