Sigmundur Ernir stóð sig,en skömm nokkurra samflokksþingmanna hans er mikil.

Að sjálfsögðu getur Sigmundur Ernir þingmaður Samfylkingarinnar verið stoltur af því að greiða atkvæði gegn því að fjórir fyrrum ráðherra þyrftu að sæta pólitískum réttarhöldum.

En það er sorglegt að nokkrir samflokksmenn Sigmundar Ernis greiddu þannig atkvæði að það var Geir H.Haarde einn sem dreginn er fyrir Landsdóm.

Nú þegar þetta pólitíska réttarhald er aftur komið í fjölmiðlaumræðuna væri gott að fjölmiðlarnir rifjuðu upp fyrir almenningi hvaða þingmenn Samfylkingarinnar greiddu þannig atkvæði að þeir vildu hlífa sínum fytrrum ráðherrum en láta Geir H.Haarde einan fara fyrir Landsdóm.

Það er nauðsynlegt að þjóðin fái nöfn þessara þingmanna birt með stóru letri. Á sama tíma og virkilega er hægt að hrósa Sigmundi Erni er það hneyksli hvernig nokkrir þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér. Þeir bera mikla ábyrgð á þessum fyrstu pólitísku réttarhöldum á Ísandi.


mbl.is Stoltur af mótatkvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingvar

Helgi Hjörvar, Samfylkingu, vill ákæra Geir Haarde en enga aðra. Magnús Orri Schram, Samfylkingu, vildi ákæra alla nema Björgvin G. Sigurðsson. Mörður Árnason, Samfylkingu, vildi ákæra alla en sat hjá þegar greidd voru atkvæði um Björgvin G. Sigurðsson. Heldur vildi Oddný G. Harðardóttir, Samfylkingu, ekki heldur ákæra Björgvin en alla aðra.  Sömu sögu er að segja af Valgerði Bjarnadóttur og Skúli Helgason vildi aðeins ákæra Geir Haarde.

Annar Samfylkingarmaður, Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, kaus ákæru á alla nema Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur. Sammála því var Ólína Þorvarðardóttir.


Ingvar, 7.6.2011 kl. 11:23

2 Smámynd: Sigurður Jónsson

Það er gott að fá þetta fram,hvernig sumir þingmenn Samfylkingarinnar höguðu sér. Almenningur þarf virkilega að sjá hvernig þessir þingmenn höguðu sér og sáu til þess að Geir H.Haarde er einn ákærður. Sjálfur yfirmaður bankamálanna og fjármálaeftirlits Björgvin Samfylkingarráðherra sleppur við ákæru. Fáránæegt.

Auðvitað átti engan að ákæra. Svona pólitísk réttarhöld eru ógeðsleg.

Sigurður Jónsson, 7.6.2011 kl. 16:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband