Við verðum að geta treyst þjónum kirkjunnar.

Það þarf ekki að koma neinum á óvart að úrsögnum úr þjóðkirkjunni fjölgi.Það hefur verið skelfilegt að fylgjast með því hvernig æðsti maður kirkjunnar á sínum tíma hagaði sér. Það er alveg skelfilegt hvrnig kirkjunnar menn tóku á máli kvennanna sem leituðu hjálpar vegna kynferðislegrar áreitni þáverandi bsikups. Það er ömurlegt hverni komið var fram við umræddar konur.

Hvernig er eiginlega komið fyrir okkur ef við getum ekki leitað til þjóna kirkjunnar og treyst þeim.

Það má heldur ekki gerast að trausti kirkjunnar verði fórnað vegna þess að menn vilja ekki axla ábyrgð sinna mistaka. kirkjan þarf á því að halda að geta sýnt fram á að hún taki á þessum alvarlegu málum af festu, þannig að við öll getum treyst á þjóna hennar.

Það er skelfileg þróun ef fleiri og fleiri yfirgefa kirkjuna vegna þess að kirkjan vill ekki eða treystir sér ekki a'ð bregðast við því hvernig líf nokkurra kvenna var lagt í rúst.

Margir vilja allt sem tengist trú burt úr þjóðfélaginu. Við höfum fylgst með því hvernig ákv eðin öfl vilja banna allr sem tengist trú í skólum landsins.

Kirkjan verður að sýna þjóðinni að við getum treyst þjónum hennar.


mbl.is Umtalsverð aukning úrsagna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurbjörg Eiríksdóttir

Já þetta er skelfilegt. En ég hef ekki trú á að svona hefndaraðgerðir eins og að Sr. Karl eigi að segja af sér lægi öldurnar..Jú kannski hjá sumum..Ég vil sjá núverandi biskup í hlutverki þess sem ber klæði á sárin..Vona að hann geti það.

Sigurbjörg Eiríksdóttir, 16.6.2011 kl. 11:51

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Það sem mér þykir skelfilegast er að manntegund eins og fyrrverandi biskup skuli komast til þeirra metorða sem raunin varð á. Í þessu tilviki innan kirkjunnar - næst gæti það orðið dómsmálaráðuneytið. Eða eitthvað annað jafnmikilvægt embætti þar sem viðkomandi er nær ósnertanlegur.

Þar liggur hættan.

Kolbrún Hilmars, 16.6.2011 kl. 14:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband