Allir standa við undirskrift nema ríkisstjórnin.

Óskup er það nú gott að vinnufriður skapist næstu þrjú árin. Aftur á móti hljóta vinnubrögð vinstri stjórnarinnar að vera mjög ámælisverð. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar sátu á löngum fundum með aðilum vinnumarkaðarins og lofuð ákveðnum hlutum til að hægt væri að ganga frá samningum.

Það merkilega er að ráðherrar virðast telja það sjálfsagðan hlut að skrifa undir samninga og yfirlýsingar, en það sé engin ástæða að standa við undirskriftina. Ríkisstjórnin ætlast til að aðrir standi við sitt en að hún þurfi alls ekkert að gera það.

Að sjálfsögðu hrynja þessir samningar ef ríkisstjórnin ætlar að halda áfram að halda öllu í óvissu og kyrrstöðu. Náist ekki að hressa atvinnulífið munu launþegar standa jafnilla eða verr eftir nokkra mánuði. Ætli ríkisstjórnin þrátt fyrir aðvaranir bæði innanlands  og utan að keyra wbretingar á sjávarútvegssetfnunni í gegn munu launþegar standa enn verr en nú efrtir nokkra mánuði.

Við skulum vona að ríkisstjórnin átti sig á að hún þarf líka að standa við sína undirskrift.


mbl.is Hefði sett allt upp í loft
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Látum ríkið sjá um framkvæmdir.  Æi mamma ég vil framkvæmdir!  Rosa amerískt, eða öllu heldur!

Jonsi (IP-tala skráð) 21.6.2011 kl. 23:56

2 Smámynd: Sigurður Helgason

Sem reislubolti í pólitík, þá veistu vel að þið hafið aldrei þurt að standa við neitt,

Og þeim fer fjölgandi sem eru að átta sig á bullinu vinstri hægri....... 

Sigurður Helgason, 23.6.2011 kl. 12:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 10
  • Frá upphafi: 828250

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 10
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband