Mjólkin hækkar bensínið lækkar.

Blekið er ekki þornað á undirskrift kjarasamninganna þegar tilkynningar á hækkunum á landbúnaðarvörunum dynja yfir. Það sjá flestir að kauphækkunin verður ansi fljót að fara samkvæmt þessu. Smá huggun að bensínverð virðist vera að lækka. Reyndar spurning hvað olíufélögin gera hér,kannski segja þau ekki hægt að lækka,þar sem afgreiðslufólkið var að fá launahækkun.

Nú dettur mönnum virkilega í hug að hækka virðisaukaskattinn á helstu nauðsynjavörum eins og landbúnaðarafurðum úr 7% í 20 %. Lúxusvörur eiga svo að lækka úr 25,5% í 20 %. Því er haldið fram að þetta komi sér vel fyrir heimilin. Hvernig á þetta að geta komið vel út fyrir þá lægst launuðu? Hvernig í óskupunum er hægt að fá það út?

Ég skil ekki enn hversvegna verkalýðsforystan leggur ekki höfuðáherslu á að fá breytingar á skattleysismörkunum. Hækkun á þeim myndi koma þeim lægst launuðu að lang mestum notum. Kauphækkun uppá 4% hefur ansi litla kjarabót í för með sér ef allt hækkar um 5-15%.


mbl.is Mikil lækkun á olíumarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Þarna er ég algjörlega sammála þér varðandi virðisaukaskattsbreytinguna - hvernig á þetta að koma vel út fyrir heimilin að hækka vská matvælum úr 7% í 20% ???

Varðandi olíufélögin á Íslandi þá gæti ég rifið hár mitt þegar ég hugsa um það batterí.  það er vika síðan olíuverð byrjaði að lækka á olíumörkuðum erlendis og það hreyfist ekki verðið hérna. Ef um hækkun væri að ræða þá værum við orðin vör við það. 

Svo í lokin á þessum pistli mínum þá á allt eftir að hækka þannig að "kjarabæturnar" verða engar - t.d. hafa augnlinsurnar mínar hækkað um 30% bara sisvona.

Sigrún Óskars, 23.6.2011 kl. 12:13

2 identicon

Góður pistill.

Sigurður (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 13:02

3 Smámynd: Jóhannes H. Laxdal

Þessar virðisaukaskattspælingar eru rugl,  þeir sem eru verst staddir eru ekki í því að kaupa mikið af vörum sem bera 25.5% vsk og því mun þetta leiða til 13% hækkunar á þeirra útgjöldum.  Þetta mun koma þeim best sem hafa efni á að kaupa mikið af vörum sem bera 25.5% vsk.

Jóhannes H. Laxdal, 23.6.2011 kl. 13:46

4 Smámynd: Björn Emilsson

Eina rétta væri að afnema alveg virðisaukaskatt á matvæli. Lækka svo skattinn a almennar vörur niður í 8% - punktur. Í leiðinni væri tilvalið að afnema verðtryggingu fasteignalána. Ætli árangurinn myndi ekki skila sér í aukinni kaupgetu almennings og meiri pening í tóman ríkiskassann.

Björn Emilsson, 23.6.2011 kl. 16:10

5 identicon

Þú verður að breyta aðeins færslunni, því það er búið að tikynna hækkun á bensínverði. Fólk nær varla að snúa sér við án þess að það sé ekki einhver hækkun einhverstaðar.

Kristinn Eiðsson (IP-tala skráð) 23.6.2011 kl. 17:31

6 Smámynd: Ómar Gíslason

Tek undir þetta! Hvers vegna var ekki bara tilkynnt um hækkanir strax við undirritun? Hvenær ætlar þeir sem stjórna að fatta það að við erum ekki í útlöndum? Heldur á Íslandi

Ómar Gíslason, 24.6.2011 kl. 00:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 11
  • Frá upphafi: 828251

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 11
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband