Einn ráðherra og formaður þingflokks Samfylkingar senda frumvarp Jóns Bjarnasonar í ruslafötuna.

Í ruslafötuna með kvótafrumvarp sjávarútvegsráðherra segir einn af ráðherrum Samfylkingarinnar og formaður þingflokks Samfylkingarinnar tekur undir það.Þau segja að semja verði nýtt frumvarp og leggja fram í haust.

Hvers konar vinnubrögð eru þetta eiginlega hjá þessari vesælu vinstri stjórn? Sem betur fer er til kynsamlegt fólk innan Samfylkingarinnar sem sér að kollsteypa í sjávarútvegsstefnunni er ekki til hagsbóta fyrir þjóðina.

Merkilegt fannst mér að ekki skyldi vera full samstaða innan bæjarstjórnar Garðs að skora á Alþingi að hverfa frá því að samþykkja frumvarp sjávarútvegsráðherra. Fram kom á fundinum að eitt fyrirtæki í Garðinum myndi missa 1280 tonn af kvóta sínum eða 16% næði frumvarp Jóns B jarnasonar fram að ganga. Það voru eingöngu bæjarfulltrúar D-listans sem samþykktu tillöguna.

Merkilegt að N-listinn skuli ekki treysta sér að standa með sjávarútvegsfyrirtækjum Garðsins og þar með sveitarfélöginu öllu. Oddný G. Harðardóttir er guðmóðir N-listans og hefur örugglega áhrif enn á sitt fólk.Ég hefði búist við að hún sem þingmaður úr sjávarplássi tæki undir með Árna Páli,ráðherra og Þórunni þingflokksformanni Samfylkingarinnar og legði til að nýtt frumvarp yrði útbúið en það sem liggur fyrir færi í ruslafötuna. Svo virðist ekki vera miðað við hvaða afstöðu N-listi hennar í Garðinum tók. 


mbl.is Segir breytingar á kvótakerfinu óraunhæfar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sigurður Jónsson

Höfundur

Sigurður Jónsson
Sigurður Jónsson

Hefur mikla reynslu í pólitík, sveitar-

stjórnarmálum og blaðaskrifum.

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 828268

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 21
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband